fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Talið ólíklegt að Steve Bruce verði við stjórnvölinn gegn Tottenham

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 12. október 2021 18:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum Sky Sports þykir ólíklegt að Steve Bruce verði við stjórnvölinn hjá Newcastle í leik liðsins gegn Tottenham um næstu helgi á St. James’ Park.

Bruce hitti nýja hlutaeiganda félagsins Amöndu Steveley í fyrsta sinn á mánudag og stýrði æfingu liðsins á þriðjudag ásamt aðstoðarþjálfaranum Graeme Jones.

Steve Bruce átti að sitja fyrir svörum á blaðamannafundi á þriðjudag en þeim fundi hefur verið frestað fram á föstudag vegna óvissu um framtíð hans hjá félaginu sem er talin í mikilli hættu eftir að Mike Ashley seldi félagið í hendur sádí-arabíska sjóðsins PIF í síðustu viku.

Bruce hitti Staveley í fyrsta sinn á mánudag á æfingasvæði félagsins en framtíð hans var ekki til umræðu á stuttum. Bruce hlýtur 8 milljónir punda greiðslu frá félaginu ef hann er rekinn eins og búist er við.

Þá er talið líklegt að Graeme Jones taki við sem bráðabirgðaþjálfari í fjarveru Bruce á meðan félagið leitar að nýjum stjóra. Jones er eini meðlimur þjálfarateymisins sem var ráðinn eftir að Bruce tók við stjórnvölunum árið 2019.

Bruce sagði í samtali við Sky Sports News að hann væri fullmeðvitaður um að nýju eigendurnir gætu sóst eftir nýjum þjálfara.

Ég er ánægður fyrir hönd félagsins að þetta hefur farið í gegn. Þetta er frábært kvöld fyrir stuðningsmennina, ég er ánægður þeirra vegna,“ sagði Bruce.

„Ég vil halda áfram (sem þjálfari) en ég verð að vera raunsær. Ég er ekki vitlaus og meðvitaður um hvað gæti skeð með nýju eigendurna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“