fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Ítarlegt viðtal við Hannes á BBC um hans magnaða feril- „Það myndi enginn trúa þessu“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 09:47

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallað er um magnaða sögu Hannesar Þórs Halldórssonar á vefsíðu BBC í dag. Ferill Hannesar er ekki hefðbundinn ef litið er á feril knattspyrnumanns, Hannes lagði skóna á hilluna fljótlega eftir að hann varð tvítugur en tók þá síðan af hillunni, byrjaði að æfa og keppa og spilaði síðan nokkrum árum seinna sinn fyrsta A-landsleik 28 ára.

„Þetta væri lélegt handrit að kvikmynd. Það myndi enginn trúa þessu,“ segir Hannes um knattspyrnuferil sinn.

Símtal frá gömlum þjálfara sannfærði hann

Það stefndi allt í að Hannes myndi snúa sér að allt öðrum hlutum en knattspyrnu. Hann meiddist illa á öxl í kringum tvítugsaldurinn, hætti í fótbolta og fór að einbeita sér að kvikmyndagerð.

Hannes fékk síðan símtal frá gömlum þjálfara sínum sem sannfærði hann um að taka slaginn með Leikni Reykjavík sem voru þá í 2. deild.

„Ég ákvað að kýla á þetta og sjá hvor atvinnuvegurinn myndi koma mér lengra,“ sagði Hannes í samtali við BBC.

Eitthvað þurfti undan að láta

Knattspyrnuferillinn fór að rúlla áfram. Hannes spilaði með Leikni R, Aftureldingu, Stjörnunni, Fram og KR áður en hann hélt út í atvinnumennsku og gerði samning við  norska liðið Sandnes Ulf árið 2014. Í millitíðinni vann hann sér inn sæti í landsliði Íslands og það reyndist erfitt fyrir hann að sinna bæði kvikmyndagerðinni og knattspyrnunni.

„Árið 2013 fór ég að brenna út, það var ekki eðlilegt að vera markmaður númer eitt hjá landsliðinu og vera sífellt að vinna í öðrum hlutum með því. Þegar að ég gerðist atvinnumaður í knattspyrnu árið 2014 lagði ég með glöðu geði kvikmyndagerðina til hliðar. Ég spilaði erlendis í fimm eða sex ár og hef alið upp börnin mín í nokkrum löndum,“ sagði Hannes í samtali við BBC.

Hannes spilaði með liðum í Noregi, Hollandi, Dannmörku og Azerbaijan á sínum atvinnumannaferli áður en hann sneri aftur heim og spilaði með Val.

Kom heim og setti meiri áherslu á kvikmyndagerð

Heimkoman úr atvinnumennsku gerði honum kleift að setja sífellt meiri áherslu á kvikmyndagerð og afrakstur síðustu ára má sjá fljótlega í kvikmyndahúsum en það er gamanmyndin Leynilöggan.

„Þetta er gamanmynd sem er gerð af fólki sem vildi gera spennumynd,“ það er þannig sem Hannes lýsir leynilöggunni.

Hápunktarnir með landsliðinu

Hannes spilaði 77 A-landsleiki á sínum ferli. Við vitum öll hvernig sú saga fór en Hannes var hluti af landsliði sem tryggði sig inn á stórmót í fyrsta skipti, bæði á Evrópumót og Heimsmeistaramót. Hann var hluti af liðinu sem lagði England af velli í 16-liða úrslitum EM og varði víti frá Lionel Messi á HM.

„Þessar stundir eru hápunktarnir á mínum ferli og í mínu lífi. Maður á alltaf að segja að fæðing barnanna sé hápunkturinn á sínu lífi en ég myndi jafnvel segja að þessar stundir með landsliðinu toppi það, en ekki segja neinum frá því,“ sagði Hannes í viðtali við BBC.

Hannes Þór Halldórsson hefur varið mark íslenska landsliðsins með prýði undanfarin ár

Hannes og Kári Árnason voru í gær, fyrir leik Íslands og Leichtenstein, heiðraðir fyrir feril sinn með íslenska karlalandsliðinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot