fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Nú má kalla til bæna í moskum í Köln með hátölurum – „Sýnir fjölbreytileikann“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 06:59

Fólk bíður eftir að komast í bólusetningu í stærstu moskunni í Köln. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framvegis má kalla til bæna á föstudögum í öllum 35 moskunum í Köln í Þýskalandi með því að nota hátalara. Köllin mega vara í allt að fimm mínútur. Stærsta moska landsins er í Köln og má nú kalla til bæna í henni og 34 öðrum moskum með hátölurum.

Borgarstjórnin og samtök múslima í borginni sömdu nýlega um þetta og er samningurinn byggður á að bænakall múslima megi heyrast eins og hljómur kirkjuklukkna.

„Allar 35 moskurnar í Köln mega nú kalla til bæna á föstudögum í allt að fimm mínútur á milli klukkan 12 og 15. Þetta verður gert til reynslu í tvö ár,“ segir í fréttatilkynningu frá borgaryfirvöldum.

Þetta á einnig við um stóru moskuna í borginni en hún hefur stundum verið miðpunktur óróleika í tengslum við öfgahægrimenn og hópa andsnúna múslimum. Aðallega eftir flóttamannastrauminn sem skall á Þýskalandi 2015 og 2016.

Henriette Reker, borgarstjóri, segir að leyfið til að kalla til bæna með hátölurum sé merki um virðingu og umburðarlyndi. „Gagnrýnendur ættu að líta í spegil. Ákvörðunin er merki um að í Köln þrífist fjölbreytni og að múslimar séu hluti af samfélaginu í borginni. Hver sá sem efast um þetta efast um það sem einkennir Köln og friðsama sambúð,“ sagði hún.

Moskurnar verða að fara eftir reglum um hljóðstyrk og láta nágranna vita áður en kallað er til bæna. Rúmlega 4,5 milljónir múslima búa í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni