fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Ný stjarna Íslendinga auðmjúk – Hefur mikla trú á Arnari og Eiði Smára

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. október 2021 09:00

Arnar og Eiður Smári ræða málin Mynd KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ekki fengið þau skilaboð, það er undir Arnari komið hvernig. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í hóp hjá A-landsliðinu í keppnisleik, maður er bara þolinmóður,“ sagi markvörðurinn knái Elías Rafn Ólafsson um stöðu mála. Elías Rafn er aðeins 21 árs gamall en hann hefur slegið í gegn á síðustu vikum.

Elías Rafn leikur með danska liðinu Midtjylland, hann fékk tækifæri á dögunum og hefur orðið að stjörnu á einni nóttu. Elías Rafn var kjörinn besti leikmaður danska fótboltans í september.

„Ef kallið kemur er maður klár, við erum með flotta markverði í Patta (Patrik Sigurður) og Rúnari. Þetta er val sem þjálfararnir verða að taka,“ sagði Elías Rafn um það hvort hann telji að hann byrji gegn Armeníu í undankeppni HM á föstudag.

„Við erum allir góðir vinir, það er hollt að hafa samkeppni um stöður. Það er gaman að vinna með þessum strákum,“ sagði Elías um markverðina þrjá sem nú berjast um að taka stöðuna sem Hannes Þór Halldórsson hefur gefið eftir.

Getty Images

Heldur sér á jörðinni:

Þrátt fyrir skjótan frama kemur Elías fyrir sem mjög jarðbundinn drengur. „Það gengur bara mjög vel, maður heldur sér niðri á jörðinni og er auðmjúkur. Þetta er búið að vera alvöru mánuður, það er gaman,“ sagði Elías.

Elías Rafn vann undir stjórn Arnars Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen í U21 árs landsliðinu og hefur mikla trú á þeim. „Þetta eru sömu þjálfarar og við vorum með, þetta er svipað og var Í U21. Við ungu mennirnir þekkjum þeirra taktík og þjálfarana. þetta er skref upp á við,“ sagði Elías.

„Við þekkjum þjálfarana sem vorum í U21. Þekk, það er traust þarna á milli Ég hef fulla trú á að þeir geti búið til alvöru lið.“

Elías Rafn Ólafsson / Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Haaland skoraði fernu í öruggum sigri Manchester City

England: Haaland skoraði fernu í öruggum sigri Manchester City
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir vann ÍBV í fyrstu umferð

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir vann ÍBV í fyrstu umferð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp
433Sport
Í gær

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“
433Sport
Í gær

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“