fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Aron Einar sendir frá sér harðorða yfirlýsingu – „Settur saklaus til hliðar í nýrri útilokunarmenningu KSÍ“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. september 2021 17:44

Aron Einar Gunnarsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Knattspyrnusamband Íslands bannaði Arnari Viðarssyni að velja hann í landsliðshóp sinn í dag. Hann hefur óskað eftir því að gefa skýrslu til lögreglu um ásökun um meint kynferðisbrot frá árinu 2010.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, sagðist hafa tekið ákvörðun um að velja ekki Aron sem gaf kost á sér í verkefnið. Kemur það ekki heim og saman við heimildir DV.

Arnar ætlaði sér að velja Aron í hópinn og hafði hann rætt um það við samstarfsmenn sína og Aron sem gaf kost á sér í verkefnið. Þetta herma öruggar heimildir. Stjórnin sem á að taka við um helgina til bráðabirgðar og stjórn sambandsins í dag var með í ráðum þegar rætt var við Arnar um að velja Aron Einar ekki í hópinn.

Í yfirlýsingu sinni hafnar Aron Einar því alfarið að hafa beitt nokkra manneskju ofbeldi á lífsleiðinni en slíkar sögur hafa verið til umræðu á síðustu vikum.

„Eins og kom fram í fréttum í dag var ég ekki í hópi leikmanna sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins, valdi fyrir komandi landsleiki. Sú ákvörðun kemur í kjölfar þess að ég lýsti því yfir gagnvart KSÍ að ég gæfi kost á mér, væri í góðu formi og búinn að jafna mig að fullu af nýlegum veikindum. Að auki lýsti ég því yfir að ég hefði ekkert gert af mér og var þá að vísa í nýlega umræðu um meintan ofbeldiskúltúr innan KSÍ,“ skrifar Aron Einar.

Aron hafnar því að hafa beðið Arnar Þór um að veita sér trúnað eins og kom fram í máli hans á fundi í dag. „Ég hef heldur ekki beðið Arnar Þór um trúnað um þær ástæður að hann velji mig ekki,“ skrifar Aron.

Málið snýst um ásakanir um meint ofbeldisbrot Arons frá árinu 2010 og segir hann. „Á samfélagsmiðlum hefur verið til umræðu atburður sem sagt er að hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn 2010. Ég hef ekki fengið tækifæri til að ræða málið formlega við KSÍ, eða verið gefinn kostur á standa á rétti mínum gagnvart ávirðingunum, og því sárnar mér þessi fyrirvaralausa ákvörðun um að verða settur út úr liðinu. Í ofanálag hefur lögregla aldrei haft samband við mig vegna nokkurs máls. Ég hef engar tilkynningar fengið um að ég hafi á einhverjum tímapunkti verið undir grun og aldrei verið boðaður í yfirheyrslu,“ segir Aron.

„Sem fyrirliði hef ég fyrir löngu lært að axla ábyrgð og það sem nú viðgengst er slaufunarmenning eða útilokunarmenning og hana ætti ekki að líða. Um leið og ég hafna öllu ofbeldi þá lýsi ég því yfir að ég hef aldrei gerst brotlegur gagnvart neinum eða neinni. Ég ætla mér ekki að vera meðvirkur gagnvart dómstól götunnar varðandi atvik sem á að hafa átt sér stað fyrir ellefu árum síðan. Hafi einhver eitthvað út á mig að setja þá bið ég viðkomandi vinsamlegast að hlífa mér ekki, ásaka mig frekar og nafngreina og gefa mér kost á að verja mig. Það er heiðarlegt,“ skrifar Aron Einar.

Aron ætlar til lögreglu með málið og segir: „Vegna þessa alls hef því ákveðið að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ellefu árum.“

Yfirlýsing í heild er hér að neðan.

Yfirlýsing Arons Einars:
Settur saklaus til hliðar í nýrri útilokunarmenningu KSÍ

Eins og kom fram í fréttum í dag var ég ekki í hópi leikmanna sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins, valdi fyrir komandi landsleiki. Sú ákvörðun kemur í kjölfar þess að ég lýsti því yfir gagnvart KSÍ að ég gæfi kost á mér, væri í góðu formi og búinn að jafna mig að fullu af nýlegum veikindum. Að auki lýsti ég því yfir að ég hefði ekkert gert af mér og var þá að vísa í nýlega umræðu um meintan ofbeldiskúltúr innan KSÍ.

Á blaðamannafundi var hins vegar spurningum um ástæður valsins lítið svarað. Ég get aðeins dregið þá ályktun að komandi sjálfkjörin stjórn KSÍ hafi umboðslaus beitt sér fyrir því að mér yrði slaufað eins og fram hefur komið í fréttum á DV.is. Árangur landsliðsins hefur ekki verið þannig að skynsamlegt sé að setja reyndustu mennina til hliðar og því er það ekki ástæðan. Ég hef heldur ekki beðið Arnar Þór um trúnað um þær ástæður að hann velji mig ekki.

Fyrir mig, og fjölskyldu mína og vini sem þekkja til mín, er mjög sárt að KSÍ, sem ég hef í 97 landsleikjum gefið alla mína krafta skuli setja mig til hliðar vegna krafna sem byggjast á óljósum orðrómi um landsliðsmenn. Þetta er óverjandi staða.

Á samfélagsmiðlum hefur verið til umræðu atburður sem sagt er að hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn 2010. Ég hef ekki fengið tækifæri til að ræða málið formlega við KSÍ, eða verið gefinn kostur á standa á rétti mínum gagnvart ávirðingunum, og því sárnar mér þessi fyrirvaralausa ákvörðun um að verða settur út úr liðinu. Í ofanálag hefur lögregla aldrei haft samband við mig vegna nokkurs máls. Ég hef engar tilkynningar fengið um að ég hafi á einhverjum tímapunkti verið undir grun og aldrei verið boðaður í yfirheyrslu.

Sem fyrirliði hef ég fyrir löngu lært að axla ábyrgð og það sem nú viðgengst er slaufunarmenning eða útilokunarmenning og hana ætti ekki að líða. Um leið og ég hafna öllu ofbeldi þá lýsi ég því yfir að ég hef aldrei gerst brotlegur gagnvart neinum eða neinni. Ég ætla mér ekki að vera meðvirkur gagnvart dómstól götunnar varðandi atvik sem á að hafa átt sér stað fyrir ellefu árum síðan. Hafi einhver eitthvað út á mig að setja þá bið ég viðkomandi vinsamlegast að hlífa mér ekki, ásaka mig frekar og nafngreina og gefa mér kost á að verja mig. Það er heiðarlegt.

Vegna þessa alls hef því ákveðið að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ellefu árum.

Aron Einar Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Í gær

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Í gær

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Í gær

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik