fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

ESB ætlar að herða reglur um vegabréfsáritanir fyrir Hvít-Rússa

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. september 2021 19:30

Frá landamærum Litháens og Hvita-Rússlands. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ylva Johansson, sem fer með innri málefni ESB hjá Framkvæmdastjórn sambandsins, sagði í gær að ESB hyggist herða reglur um vegabréfsáritanir fyrir Hvít-Rússa. Þetta eru viðbrögð við stefnu Hvít-Rússa í málefnum innflytjenda og flóttamanna. ESB hyggst einnig herða aðgerðir gegn mansali.

ESB telur að Hvít-Rússar reyni nú að raska jafnvægi innan ESB með því að senda flóttamenn og innflytjendur áfram frá landinu yfir til aðildarríkja ESB.

Aleksandr Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, tilkynnti í maí að stjórn hans myndi ekki lengur koma í veg fyrir að flóttamenn og innflytjendur færu áfram til ríkja ESB. Þetta var svar hans við hertum refsiaðgerðum ESB gegn landinu.

Í kjölfarið hafa Litháen og Pólland fundið fyrir auknum fjölda flóttamanna og innflytjenda sem koma til ríkjanna frá Hvíta-Rússlandi.

Johansson sagði á fréttamannafundi að Lukasjenko væri í forystu fyrir áreitna einræðisstjórn sem reyni að ýta innflytjendum og flóttamönnum yfir til ESB til að raska jafnvæginu innan sambandsins.

Hún sagði að greinilegt sé að Lukasjenko sé mjög örvæntingarfullur. Einræðisstjórn hans neiti landsmönnum um frjálsar kosningar og stingi stjórnarandstæðingum í fangelsi. „Þetta er einræðisstjórn sem hefur rænt farþegaflugvél og notar nú saklaust fólk í árásargjarnri stefnu sinni,“ sagði Johansson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“