fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Ekkja Árna Ólafs opnar sig um missinn – „Við vorum alls ekki undir það búin að hann myndi kveðja svona fljótt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 2. október 2021 10:00

Marta Luiza. Mynd/Hallur Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marta Luiza Macuga missti eiginmann sinn og lífsförunaut til rúmlega tuttugu ára í apríl síðastliðnum. Marta var gift leikstjóranum Árna Ólafi Ásgeirssyni sem lést eftir skammvinna baráttu við krabbamein aðeins 49 ára að aldri.

Marta opnar sig um hjónaband þeirra, veikindin og missinn í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Árni Ólafur var greindur með krabbamein þann 11. febrúar síðastliðinn og var strax greinilegt að veikindin væru alvarleg. Marta segir að hann hefði verið kvalinn í langan tíma en kvartaði ekki.

„En beinkrabbamein er mjög sársaukafullt, hann var mjög kvalinn síðustu vikurnar og það var erfitt að sjá hann þjást svona og geta ekkert gert þótt hann reyndi alltaf að virðast sterkur fyrir alla í kringum sig,“ segir Marta í viðtalinu og bætir við að síðasta mánuðinn voru læknarnir alltaf að reyna að finna leiðir til að draga úr sársaukanum.

„Maður getur ekki ímyndað sér hversu kvalafullt krabbamein er, nema hafa horft upp á ástvin ganga í gegnum það. Þetta er svo kvalafullt og langt ferli. Mér finnst í raun ótrúlegt að við séum á 21. öldinni en samt séum við ekki komin lengra í baráttunni við þennan vágest. Það eru vonbrigði en kemur vonandi að því einn daginn. Krabbameinið sem Árni Óli fékk var af mjög sjaldgæfri tegund og það er fyrst núna sem byrjað er að prófa ný lyf við því en það er á byrjunarstigi.“

Árni Ólafur Ásgeirsson. Mynd/Ernir

Voru ekki tilbúin að kveðja

Marta segir að þau Árni Ólafur hefðu ekki rætt dauðann sérstaklega þar sem þau vonuðust eftir að fá meiri tíma saman, enda hann aðeins 49 ára. „[Við] vorum alls ekki undir það búin að hann myndi kveðja svona fljótt. Við héldum að hann fengi kannski tíu ár í viðbót,“ segir hún og bætir við að þau hefðu verið ákveðin í að berjast.

„Hann talaði alltaf um að hann væri ákveðinn í því að komast út af spítalanum aftur.“

Síðasta kvikmynd Árna Ólafs, Wolka, verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF þann 6. október í Bíó Paradís. Marta segir að það sé persónulegasta mynd hans.

Þú getur lesið viðtalið við Mörtu í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bale spókar sig í Eyjum

Bale spókar sig í Eyjum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kelly Osbourne í sárum – „Ég er óhamingjusöm, ég er svo sorgmædd“

Kelly Osbourne í sárum – „Ég er óhamingjusöm, ég er svo sorgmædd“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“