fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Einn stór leikþáttur og mistök í máli Kolbeins? – „Berg­máls­hell­ir­inn á Twitter end­ur­spegl­ar ekki alltaf vilja þjóðar­inn­ar“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. september 2021 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson mun á fimmtudag velja landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Liðið á tvo síðustu heimaleiki sína í riðlinum í næsta mánuði. Mikið hefur gengið á hjá KSÍ undanfarin farin mánuð en eins og öllum er kunnugt sagði stjórnin og formaður af sér. Var það eftir að stjórnin var sökuð um hylma yfir meint kynferðisbrot leikmanna.

Arnari var bannað að velja Kolbein Sigþórsson í síðasta verkefni af stjórn sambandsins, sem svo sagði af sér. Ljóst er að Kolbeinn verður ekki í þessu verkefni eftir að hafa gengist undir aðgerð.

„Það verður afar áhuga­vert að sjá hvaða leik­menn verða vald­ir í hóp­inn að þessu sinni en eins og flest­ir vita var mikið fjöl­miðlafár í kring­um síðasta leik­manna­hóp karla­landsliðsins. Guðni Bergs­son sagði af sér sem formaður KSÍ fljót­lega eft­ir að sá hóp­ur var til­kynnt­ur og stjórn KSÍ fylgdi svo í kjöl­farið „Þá var Kol­beini Sigþórs­syni meinað að mæta í verk­efnið af stjórn KSÍ og Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son ákvað að draga sig úr hópn­um. Kol­beinn er ekki til taks fyr­ir næsta verk­efni vegna meiðsla en hefði hann gefið kost á sér núna yfir höfuð ef hann væri heill heilsu?,“ skrifar Bjarni Helgason blaðamaður á Morgunblaðinu um stöðu mála.

Bjarni veltir því fyrir sér hvort það hafi ekki verið einn stór leikþáttur og í raun mistök af hálfu stjórnar KSÍ að aðhafast í máli Kolbeins sem kom upp árið 2017 og sátt ári síðar. Málið fór í fréttir eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði sögu sína frá 2017, hún hefur ítrekað sagt að hún hafi náð sátt við Kolbein en henni blöskraði vinnubrögð KSí og steig því fram.

„Sátt náðist í hans mál árið 2018 og því spyr maður sig eðli­lega hvort þetta hafi ekki bara verið einn stór leikþátt­ur og hrein og klár mis­tök hjá stjórn KSÍ að banna hon­um að mæta í leik­ina gegn Rúm­en­íu, Norður-Makedón­íu og Þýskalandi enda stjórn­in meira en meðvituð um meint brot hans fyr­ir fjór­um árum. Maður­inn baðst af­sök­un­ar og greiddi him­in­há­ar bæt­ur. Var nauðsyn­legt að refsa hon­um enn frek­ar og þá hversu lengi?,“ skrifar Bjarni.

Bjarni segir að dómstóll samfélagsmiðilsins Twitter sé vægðarlaus en hann endurspegli ekki mat þjóðarinnar eins og alþing­is­kosning­ar um liðna helgi sanna.

„Dómstöll göt­unn­ar Twitter er vægðarlaus, svo mikið er víst, en eins og nýliðnar alþing­is­kosn­ing­ar sýndu fram á end­ur­spegl­ar berg­máls­hell­ir­inn á Twitter ekki alltaf vilja þjóðar­inn­ar. Ég óska þess að ný stjórn KSÍ taki á öll­um kyn­ferðis- og of­beld­is­mál­um af mik­illi festu en það þarf líka að anda inn, og svo út, þegar svona mál eru til umræðu,“ skrifar Bjarni í Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra