fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Báðu um frí fyrir Kjartan svo hann gæti spilað landsleik en því var hafnað – ,,Drengurinn á að vera í skólanum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. september 2021 12:33

Kjartan Henry Finnbogason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason birti í dag bréf frá árinu 2001 þar sem Knattspyrnusamband Íslands óskaði eftir því að fá leyfi frá Hagaskóla, grunnskólaskóla 15 ára Kjartans á þeim tíma, fyrir hann til að spila unglingalandsleik gegn Frökkum. Beiðninni var hafnað af hálfu skólsatjóra Hagaskóla.

Í bréfi KSÍ kom fram að Kjartan ætti að mæta á æfingu klukkan 17 þann 25. september og hitta svo landsliðið á hádegi daginn eftir, á skólatíma.

,,Leyfi ekki veitt. Drengurinn á að vera í skólanum,“ var skrifað af skólastjóranum á bréfið. Með myndinni af því sem Kjartan birti á Twitter skrifaði þessi framherji KR ,,Skólastjóri Hagaskóla grjótharður!“

Það sem vekur athygli er að þrátt fyrir þetta þá var Kjartan í byrjunarliði í leiknum gegn Frökkum þann 26. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“