fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Einkunnir eftir hetjulega baráttu hjá Íslandi – Sveindís Jane gæti orðið súperstjarna

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 20:37

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland hóf leik í undankeppni HM í kvöld þegar Holland heimsótti Laugardalinn. Hollenska liðið er eitt að allra besta í heimi en íslenska liðið sýndi á köflum fína frammistöðu.

Danielle van de Donk kom hollenska liðinu yfir eftir 23 mínútna leik en Sanda Sigurðardóttir í marki Íslands hefði getað gert miklu betur. Það var svo Jackie Groenen sem kom Hollandi í 2-0 eftir rúman klukkutíma með þrumuskoti.

Íslenska liðið fékk fullt af fínum tækifærum í leiknum en Sveindís Janes Jónsdóttir ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti.

Einkunnir úr Laugardalnum eru hér að neðan.

Sandra Sigurðardóttir 4
Átti að gera miklu betur í fyrsta marki Hollands.

Guðný Árnadóttir 6
Öflug varnarlega en hefði getað opnað betur völlinn með því að sækja af meiri krafti.

Glódís Perla Viggósdóttir 7
Mjög öflug í leiknum, einn besti miðvörður í heimi.

Ingibjörg Sigurðardóttir 6
Fín frammistaða hjá Ingibjörgu sem er að taka miklum framförum.

Hallbera Guðný Gísladóttir 5
Hennar öflugu fyrirgjafir og föstu leikatriði skiluðu sér ekki á rétta staði í dag.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (´90) 6
Kröftug á miðsvæðinu.

Alexandra Jóhannsdóttir (´63) 5
Komst ekki í takt við leikinn.

Dagný Brynjarsdóttir 5
Ágætis leikur hjá Dagnýju sem virðist nú nálgast sitt besta form.

Sveindís Jane Jónsdóttir (´90) 8 – Maður leiksins
Í öðrum gæðaflokki en aðrir íslenskir leikmenn í kvöld. Allar líkur á að hún verði súperstjarna á næstu árum.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir (´63) 5
Sást lítið og hafði úr litlu að moða.

Agla María Albertsdóttir 5
Agla átti nokkra ágætis spretti en náði ekki að nýta þá.

Varamenn:

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (´63) 6
Fín innkoma og erfitt að skilja hvernig Þorsteinn byrjaði henni ekki.

Svava Rós Guðmundsdóttir (´63) 5
Komst ekki í takt við leikinn.

Amanda Jacobsen Andradóttir (´90)
Spilaði of lítið til að fá einkunn

Karitas Tómasdóttir (´90)
Spilaði of lítið til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Í gær

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik
433Sport
Fyrir 3 dögum

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Fyrir 3 dögum

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“