fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Yfirlýsing frá Svíþjóð – Hafa skoðað mál Kolbeins og styðja við bak hans

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

IFK Gautaborg hefur undanfarna daga farið yfir málefni Kolbeins Sigþórssonar og ásakanir um ofbeldi frá árinu 2017. Málinu lauk með sátt árið 2018 en Kolbeinn hefur alla tíð neitað sök í málinu þrátt fyrir að hafa greitt miskabætur.

Í yfirlýsingu Gautaborg kemur fram að félagið hafi átt náið samtal við íslenska framherjann síðustu vikur. Kolbeinn fer í á morgun í aðgerð vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann síðustu vikur. Málið var skoðað gaumgæfilega.

Um er að ræða meiðsli á ökkla en undanfarnar vikur hefur Kolbeinn spilað kvalinn en komist í gegnum leiki með því að láta sprauta sig í ökklann.

„Stjórnendur IFK Gautaborg hafa átt náið samtal við Kolbein síðustu vikur. Niðurstaða þess samtals er að við munum saman setja upp langtíma plan fyrir Kolbein. Planið byggir á gildum IFK Göteborg, ábyrgð okkar og skyldum sem vinnuveitanda. Það er líka byggt á markmiðum Kolbeins sem lúta að persónulegum árangri hans,“ segir í yfirlýsingu.

Málið er svo rakið er varðar umfjöllun á Íslandi. „ Varðandi lagalega stöðu málsins á Íslandi, þá var því lokið af hálfu allra hlutaðeigandi fyrir fjórum árum síðan.“

„Framundan er endurhæfing hjá Kolbeini sem mun krefjast mikils af honum. Við stöndum fyrir það sem nafnið okkar segir, félag samherja og við munum því styðja við og fylgja eftir endurhæfingunni hjá Kolbeini. Á næstu dögum mun Kolbeinn fara í aðgerð á fæti og loks byrja endurhæfingu samhliða vinnu í persónulegum árangri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lygileg uppákoma: Birti óvart nektarmyndir og grátbað almenning um að hætta að dreifa þeim

Lygileg uppákoma: Birti óvart nektarmyndir og grátbað almenning um að hætta að dreifa þeim
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafði ekki gerst í meira en tvö ár áður en kom að leiknum á Old Trafford á mánudag

Hafði ekki gerst í meira en tvö ár áður en kom að leiknum á Old Trafford á mánudag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United sagt ætla að kaupa enska landsliðsmanninn í janúar

United sagt ætla að kaupa enska landsliðsmanninn í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar