fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Beto O‘Rourke sagður ætla að bjóða sig fram á móti Greg Abbott ríkisstjóra í Texas

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 19:00

Beto O’Rourke.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beto O‘Rourke, fyrrum þingmaður Demókrataflokksins, er sagður ætla að bjóða sig fram á móti Greg Abbott, ríkisstjóra í Texas, í kosningum til ríkisstjóraembættisins á næsta ári.

Axios skýrir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni. Fram kemur að O‘Rourke muni tilkynna um framboð sitt síðar á árinu.

Matthew McConaughey, leikari, hefur einnig verið sagður íhuga framboð gegn Abbott sem er harðlínu Repúblikani. Hann hefur verið mikið í fréttum að undanförnu fyrir að hafa staðfest stranga fóstureyðingalöggjöf í Texas og nýjar reglur um kosningar í ríkinu en fæstum dylst að þeim er ætlað að koma í veg fyrir að minnihlutahópar á borð við svarta geti kosið en Demókratar njóta mikils stuðnings þessara minnihlutahópa.

Margir Demókratar hafa áhyggjur af hugsanlegu framboði McConaughey sem gæti að þeirra mati sótt mikið fylgi á miðjuna.

Abbott ætlar að bjóða sig fram í þriðja sinn en er ekki talinn standa vel að vígi í kjölfar þess að raforkukerfi ríkisins lagðist á hliðina í febrúar í miklu kuldakasti og fyrir andstöðu gegn sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Tæplega 62.000 Texasbúar hafa látist af völdum COVID-19

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum