fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Telja sig hafa fundið lík Gabby Petito – Unnustinn grunaður og hans er nú leitað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. september 2021 05:59

Gabby og Brian. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan telur sig hafa fundið lík Gabby Petito sem leitað hafði verið síðustu tvo daga í Wyoming. Niðurstaða DNA-rannsóknar liggur ekki fyrir en lögreglan telur fullvíst að um lík Gabby sé að ræða. Unnusta hennar, Brian Laundrie, er nú leitað en hann er grunaður um að hafa orðið henni að bana.

Eins og kom fram í umfjöllun DV um málið í síðustu viku þá sneri Brian einn heim úr ferðalagi þeirra um Bandaríkin. Þau ætluðu að aka um Bandaríkin í húsbíl og heimsækja hina ýmsu þjóðgarða. Brian vildi ekki ræða við lögregluna eftir heimkomuna og veitti engar upplýsingar um hvar Gabby væri. Þar sem ekkert lík hafði fundist hafði lögreglan ekki ástæðu til að handtaka hann og yfirheyra og hann gat því neitað að ræða við hana um málið.

En marga grunaði að Brian vissi meira um afdrif Gabby en hann hafði látið uppi og töldu að hann hefði jafnvel myrt hana. Fjölskylda Brian sá hann síðast á þriðjudaginn í Flórída, heimaríki hans og Gabby, og er talið að hann hafi látið sig hverfa og fari nú huldu höfði og leitar lögreglan hans.

Tugir lögreglumanna leita hans nú á 24.000 hektara svæði nærri Sarasota í Flórída.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Í gær

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi