fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Kári Árnason: „Þetta er handrit sem við Sölvi erum búnir að vera að vinna að í nokkur ár.“

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 19. september 2021 19:45

Mynd: Eyþór Árnason Kári Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur komst á topp deildarinnar með 2-1 sigri gegn KR en gríðarleg dramatík var undir lok leiks. Á sama tíma tapaði Breiðablik í Kaplakrika sem þýðir að Víkingur getur orðið Íslandsmeistari ef liðið vinnur næsta leik. Kári Árnason hafði þetta að segja við Stöð 2 Sport eftir leik.

„Þetta er bara eins og skrifað í skýin. Ég sagði fyrir leik að þetta minnti mig svolítið á stemninguna með landsliðinu þegar Króatía átti Finnland eftir og þetta er bara sama uppskrift en við eigum vissulega einn leik eftir og ætlum okkur sannarlega að klára það. Ég held að ég sé í banni þar og við þurfum að finna lausn á því. Ég treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín,“ sagði Kári Árnason við Stöð 2 Sport eftir leik.

Gríðarleg dramatík var undir lok leiks en KR fékk víti í uppbótartíma sem Ingvar Jónsson varði. Þetta hafði Kári að segja um atvikið.

„Ég renn og reyni að henda hausnum í þetta og finn dynk á hnakkann en fer ekki með hendina í boltann. En þetta er bara það sem KR-ingarnir gera, þeir reyna að láta sig detta um allan völl og svo er bara öskrað. Það er vel þreytt að dómarar séu ennþá að falla í þess gryfju,“ sagði Kári Árnason við Stöð 2 Sport.

Aðspurður um hvaða handrit Víkingar væru eiginlega að fara eftir þetta tímabilið hafði Kári þetta að segja:

„Þetta er handrit sem við Sölvi erum búnir að vera að vinna að í nokkur ár,“ sagði Kári að lokum við Stöð 2 Sport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“
433Sport
Í gær

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt
433Sport
Fyrir 3 dögum

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Fyrir 3 dögum

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik