fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Davíð Smári fær fimm leikja bann – Var brjálaður út í dómarann

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 17:48

Davíð Smári Lamude (til vinstri) fyrrum þjálfari Kórdrengja © 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann vegna hegðunar hans við Egil Arnar Sigurþórsson, dómara á leik liðsins við Fram í Lengjudeildinni á dögunum.

Davíð fékk rautt spjald í leiknum fyrir kjaftbrúk. Framarar jöfnuðu leikinn í 2-2 stuttu síðar. Á þessum tímapunkti var leikurinn kominn í uppbótartíma. Eftir markið reiddist Davíð mjög og óð að Agli dómara til þess að láta hann heyra það.

Þjálfaranum var að endingu komið í burtu. Honum tókst þó til að mynda að hrifsa spjöld dómarans af honum í látunum.

Davíð fær fimm leikja bann fyrir athæfið. Þetta er annað rauða spjaldið sem hann fær í sumar.

Þá þurfa Kórdrengir að greiða 15 þúsund krónur í sekt vegna hegðunar þjálfarans.

Davíð mun ekki stýra Kórdrengjum í síðasta leik tímabilsins gegn Vestra. Þá mun hann einnig vera fjarverandi í fyrstu fjórum leikjum næstu leiktíðar vegna bannsins.

Kórdrengir, sem eru nýliðar í Lengjudeildinni, eru í fjórða sæti hennar með 38 stig. Liðið var lengi vel í baráttunni um að fara upp um deild en eiga nú ekki möguleika á því lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
433Sport
Í gær

Hafði furðað sig á liðsfélögum Gylfa – „Loksins“

Hafði furðað sig á liðsfélögum Gylfa – „Loksins“
433Sport
Í gær

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til