fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Davíð Smári fær fimm leikja bann – Var brjálaður út í dómarann

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 17:48

Davíð Smári Lamude (til vinstri) fyrrum þjálfari Kórdrengja © 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann vegna hegðunar hans við Egil Arnar Sigurþórsson, dómara á leik liðsins við Fram í Lengjudeildinni á dögunum.

Davíð fékk rautt spjald í leiknum fyrir kjaftbrúk. Framarar jöfnuðu leikinn í 2-2 stuttu síðar. Á þessum tímapunkti var leikurinn kominn í uppbótartíma. Eftir markið reiddist Davíð mjög og óð að Agli dómara til þess að láta hann heyra það.

Þjálfaranum var að endingu komið í burtu. Honum tókst þó til að mynda að hrifsa spjöld dómarans af honum í látunum.

Davíð fær fimm leikja bann fyrir athæfið. Þetta er annað rauða spjaldið sem hann fær í sumar.

Þá þurfa Kórdrengir að greiða 15 þúsund krónur í sekt vegna hegðunar þjálfarans.

Davíð mun ekki stýra Kórdrengjum í síðasta leik tímabilsins gegn Vestra. Þá mun hann einnig vera fjarverandi í fyrstu fjórum leikjum næstu leiktíðar vegna bannsins.

Kórdrengir, sem eru nýliðar í Lengjudeildinni, eru í fjórða sæti hennar með 38 stig. Liðið var lengi vel í baráttunni um að fara upp um deild en eiga nú ekki möguleika á því lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
433Sport
Í gær

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu
Sport
Fyrir 2 dögum

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“