fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Lögmaður Þórhildar íhugar að kæra: Sigurður G svarar – „Varla fara dómstólar að banna sannleikann“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. september 2021 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur íhugar að kæra Sigurð Guðna Guðjónsson vegna birtingu gagna sem hann setti í loftið á sunnudag.

Sigurður Guðni sem er reyndur lögmaður birti þá gögn úr lögregluskýrslu Þórhildar eftir að hún lagði fram kæru gegn Kolbeini Sigþórssyni framherja íslenska landsliðsins.

Sigurður hefur haldið því að birting þessara gagna hafi verið eins sett fram í þeim tilgangi að varpa ljósi á sannleikann.

„Í máli þar sem kona kærir og gerandinn hefur gengist við háttseminni og greitt bætur, að það sé farið að birta gögn í málinu í því skyni að gera lítið úr henni og ekki bara það heldur er verið að drusluskamma hana í leiðinni,“ sagði Gunnar Ingi við Stöð2 í gær.

Sjáðu Meira:
Lögregluskýrsla um atvik Kolbeins birt

Þórhildur og Jóhanna Jensdóttir lögðu fram kæru gegn Kolbeini árið 2017 en málið var fellt niður eftir að sáttir náðust á milli aðila. Kolbeinn hefur alltaf hafnað því að hafa beitt konurnar ofbeldi en segist hafa hagað sér ósæmilega.

Sigurður Guðni stingur niður penna á Facebook síðu sinni og svarar Gunnari Inga eftir að hann hótaði honum kæru.

„Stöð 2 sagði frá því í kvöldfréttum að Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður væri að íhuga að leggja fram kæru á hendur mér fyrir hönd konu sem fyrir nokkru sagði ranglega frá einkamálefnum sínum í fjölmiðlum. Kannski tekur Stöð 2 upp fastar fréttir af heilabrotum lögmanna. Gæti verið áhugavert efni fyrir þrasgjarna þjóð,“ skrifar Sigurður.

Hann heldur svo áfram. „Heilbrot lögmannsins, sem þóttu fréttnæm, stafa af því að ég birti á Facebook gögn sem leiðréttu rangar fullyrðingar skjólstæðings hans í fjölmiðlum,“ skrifar Sigurður og á þar við Þórhildi.

Sjáðu Meira:
Lögregluskýrsla um atvik Kolbeins birt

Sigurður eins og fyrr segir segist vera sendiboði sannleikans og skrifar. „Varla fara dómstólar að banna sannleikann þegar hann liggur fyrir svart á hvítu. Bann við sannleikanum gæti komið sér illa fyrir Stöð2 og aðra fjölmiðla,“ skrifar Sigurður en færsla hans er hér að neðan.

Málefni Kolbeins hafa verið mikið til umræðu síðustu daga en stjórn KSÍ bannaði Arnari Viðarssyni að velja hann í landsliðsins vegna málsins. Sambandið hefur legið undir þungum ásökunum fyrir að hylma yfir meint brot landsliðsmanna, sagði Guðni Bergsson og stjórnin af sér vegna þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ferð með Alberti og Gumma Ben seldist á meira en fimm milljónir

Ferð með Alberti og Gumma Ben seldist á meira en fimm milljónir
433Sport
Í gær

Margir komnir með nóg eftir skelfilegt gengi undanfarið – Kalla eftir því að stjórinn verði rekinn

Margir komnir með nóg eftir skelfilegt gengi undanfarið – Kalla eftir því að stjórinn verði rekinn