fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Land rís hratt við Öskju

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. september 2021 09:00

Öskjuvatn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í byrjun ágúst hefur landið risið um 6,5 til 7 sentimetra við Öskju. Miðja þessarar þenslu er við vesturjaðar Öskjuvatns nálægt Ólafsgígum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Benedikt Gunnari Ófeigssyni, sérfræðingi á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofunni, að hér virðist vera um hraða þenslu að ræða.

„Þetta er virk eldstöð en hún hefur verið kannski frekar róleg undanfarið. Þannig að það var tímaspursmál hvenær þetta færi í gang aftur,“ er haft eftir honum.

GPS-stöð, sem er staðsett inni í öskjunni, sýnir landrisið glögglega og að auki koma gervihnattarmyndir að gagni við að staðsetja miðju landrissins betur en þær eru teknar á nokkurra daga fresti.

„Þannig getum við fylgst með færslum upp á sentimetra, með því að bera nýjustu myndirnar saman við fyrri myndir. Þær sýna sambærilegt ris á við GPS-stöðina,“ er haft eftir Benedikt.

Askja gaus síðast 1961 og landris mældist síðast við eldstöðina 1970-1972.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar