fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Höddi Magg segir Arnar ekki hjálpa sjálfum sér og tala of mikið – ,,Það á bara að vera inni í klefanum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 19:30

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon, íþróttalýsandi með meiru, segir að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, hefði getað staðið sig betur í vissum þáttum þrátt fyrir að mikið hafi gengið á í hans tíð hjá liðinu.

Arnar tók við í lok síðasta árs. Gengið hefur verið slakt á knattspyrnuvellinum frá komu hans. Þá hafa meint kynferðisbrot landsliðsmanna og þöggun íslenska Knattspyrnusambandsins í tengslum við þau vakið upp harða gagnrýni. Guðni Bergsson sagði á dögunum af sér sem formaður sambandsins vegna stöðu mála, það gerði stjórnin sömuleiðis.

,,Arnar dró stysta stráið, mögulega, þegar hann varð landsliðsþjálfari, það sem að hann er búinn að þurfa að ganga í gegnum og annað. Að mínu mati hefur hann samt ekki alveg hjálpað sjálfum sér. Hann talar of mikið um það sem er að gerast innan liðsins. Af hverju er þessi ekki valinn og hinn? Hann er að svara því. Þú þarft ekkert að svara því. Eins og með Viðar Örn Kjartansson í fyrsta landsliðshópnum. Hann er inni í myndinni, hann er ekki valinn núna. Punktur, næsta mál,“ sagði Hörður í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Arnar opnaði sig um það að hann hafi öskrað á landsliðið í hálfleik er liðið var 0-1 undir gegn Norður-Makedóníu í undankeppni Heimsmeistaramótsins á sunnudag. „Ég öskraði svo mikið að ég missti röddina, ég öskraði í einhverjar þrjár mínútur og svo gekk ég út og Eiður Smári tók við. Ég hef aldrei verið svona reiður. Ég lofaði sjálfum mér að ég ætlaði ekki að vera þessi þjálfari en ég tapaði þeirri baráttu,“ sagði Arnar Þór á fréttamannafundi.

Hörður segir þessar upplýsingar til að mynda eiga heima innan liðsins.

,,Það kemur engum við að Arnar hafi tekið eitthvað brjálæðiskast í hálfleik á móti Norður-Makedóníu, það á bara að vera inni í klefanum.“

Hörður Magnússon.
© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Í gær

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson