fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Þórunn Antonía var misnotuð af manninum sem ætlaði að hjálpa henni – „Já, allt því ég elska athygli“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. september 2021 11:00

Þórunn Antonía. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og skemmtikrafturinn Þórunn Antonía Magnúsdóttir tjáir sig um umræðu síðastliðinnar viku um ofbeldi, kynferðisofbeldi og mál fótboltamannsins Kolbeins Sigþórssonar.

Þórunn segir frá nokkrum atvikum þar sem hún hefur verið beitt ofbeldi í færslu á Instagram. Hún segir einnig frá því þegar hún var rekin ólétt úr vinnunni fyrir að segja frá einelti á vinnustað „af mjög frægum manni sem vildi losna við mig.“

Þolendur óþolandi

„Orðlaus. Frosin. Dofin. Óglatt. Hey þolandi. Nennirðu að hætta að vera svona óþolandi. Það er leikur í gangi sko. Hey allir litlir strákar sem líta upp til fótboltamanna og frægra gaura sem axla enga ábyrgð. Skilaboðin eru skýr. Það má nefnilega nauðga eða misnota og beita ofbeldi og leggja í einelti ef þú ert geggjað góður í að spila fótbolta eða syngja og leika og svoleiðis,“ segir hún.

„Stelpur ekki skemma stemminguna með að segja frá það er bara leiðinlegt og skaðlegt fyrir þeirra orðspor og feril. Svo máttu heldur ekki sko segja frá nafnlaust því þá ertu að eyðileggja mannorð. Komdu frekar fram undir nafni því þá getur öll þjóðin gaslýst þig í sameiningu og kallað þig athyglissjúkan lygara.“

Þórunn Antonía segir að hún hefur orðið fyrir ofbeldi oftar en einu sinni. „En ekkert hlusta samt á mig því ég hef verið beitt ofbeldi og kynferðis ofbeldi oftar en einu sinni sem náttúrulega gerist ekki fyrir neinn það vita allir (wtf), þannig ég er líka bara óþolandi.“

Rekin ólétt úr vinnunni

Þórunn Antonía segist hafa verið rekin ólétt úr vinnunni. „[Ég var rekin] fyrir að segja frá einelti á vinnustað af mjög frægum manni sem vildi losna við mig því það var ekkert „sell í því að hafa konu með barn á brjósti í sjónvarpi.“ Ég náttúrulega bara húmorslaus og bara ömurleg að segja frá þessu nafnlaust á sínum tíma, síminn minn hætti að hringja ekki hans, það get ég lofað ykkur,“ segir hún.

„Líka svo óþolandi að fyrrverandi kærasti tók í sitthvorn ökklann á mér þegar ég lá á maganum í grúfu lamandi hrædd og slengdi mér í gólfið aftur og aftur og aftur með þeim afleiðingum að ég fór með sjúkrabíl á bráðamóttöku og lá með morfín í æð. Ég festist reglulega ennþá í bakinu,“ segir Þórunn Antonía og heldur áfram.

„Sá sami lagðist ofan á mig, tók fyrir munninn á mér og nefið á sama tíma og ég náði ekki andanum það lengi að báðar varir mínar sprungu og það blæddi inn á augun mín. Við erum samt alveg „vinir“. Þægilegra fyrir móralinn.“

Því miður endaði áfallasaga Þórunnar Antoníu ekki þar, en maðurinn sem ætlaði að hjálpa henni að vinna úr meiðslunum misnotaði hana.

„Gaurinn sem ætlaði að hjálpa mér að vinna úr meiðslunum misnotaði mig vitandi alla söguna. Já, allt því eg elska athygli. Allt því ég er svo óþolandi alveg eins og þessar konur sem eyðileggja nú fótboltann. Af hverju er ég að skrifa þetta? Af því að ég á ekki fokking orð yfir fullorðna fólkinu sem á að vita betur en að hylma yfir ofbeldi í þágu skemmtana. Mórals eða íþrótta. Ó, þolandi. Þetta er ÓÞOLANDI.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by thorunnantonia (@thorunnantonia)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Í gær

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði