fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Harry prins var þungorður – Þið dreifið röngum upplýsingum og valdið ótta

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. september 2021 05:59

Harry prins. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry prins var nýlega viðstaddur hátíð á vefum tímaritsins GQ, sem fór fram í Lundúnum, í gegnum fjarfundabúnað. Á hátíðinni voru „hetjum ársins“ afhent verðlaun og voru það vísindamennirnir sem þróuðu bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni sem hlutu þau. Við það tækifæri ræddi hann skoðanir sínar á andstæðingum bólusetninga og þeim sem efast um bóluefni og bólusetningar.

New York Post skýrir frá þessu.

„Við neyðumst til að brjóta efasemdir um bólusetningar á bak aftur ef við viljum ná árangri í baráttunni gegn COVID-19 og nýjum afbrigðum,“ sagði prinsinn.

Ekki hafði verið tilkynnt fyrir fram að Harry myndi taka þátt í athöfninni og því kom það fólki mjög á óvart þegar hann birtist á skjánum. Í ræðu sinni gagnrýndi Harry fólk sem breiðir út rangar upplýsingar um bóluefni og sagði það skapa vantraust og valda klofningi í samfélaginu. Hann sakaði þetta fólk um að dreifa röngum upplýsingum og valda þar með ótta.

Hann benti einnig á að það skiptir máli hvar fólk býr í heiminum um hvort það eigi yfirhöfuð möguleika á að fá bólusetningu. „Aðeins tvö prósent íbúa þróunarríkja hafa fengið einn skammt af bóluefni. Þar til öll samfélög fá aðgang að bóluefnum og trúverðugum upplýsingum eigum við öll á hættu að veikjast,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið