fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Mikið fjör í Garðabæ er Stjarnan og Breiðablik skildu jöfn

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. september 2021 13:57

Agla María skoraði þrennu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan og Breiðablik gerðu jafntefli í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Leikið var á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Leikurinn var liður í 17. umferð.

Betsy Hassett kom Stjörnunni yfir strax á 3. mínútu leiksins. Stundarfjórðungi síðar jafnaði Agla María Albertsdóttir fyrir gestina.

Á 23. mínútu var Hildur Antonsdóttir svo búinn að snúa leiknum Blikum í vil með marki.

Forystan lifði í tíu mínútur. Þá jafnaði Gyða Kristín Gunnarsdóttir leikinn fyrir heimakonur.

Skömmu fyrir hálfleik fékk Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Breiðabliks, beint rautt spjald.

Tíu Blikar komust aftur yfir snemma í seinni hálfleik með marki Tiffany McCarty.

Á 62. mínútu jafnaði Gyða metin fyrir Stjörnuna á ný með marki af vítapuntkinum.

Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 3-3.

Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 33 stig, 9 stigum á eftir toppliði Vals. Stjarnan er í fimmta sæti með 24 stig.

Öll lið deildarinnar eiga eftir að leika einn leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn
433Sport
Í gær

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur