fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sögulega lítið framboð af fasteignum á höfuðborgarsvæðinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 07:59

Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil fasteignasala hefur verið í heimsfaraldrinum og á ákveðnum svæðum eru nær engar fasteignir til sölu. Fólk sem vildi helst búa á höfuðborgarsvæðinu hefur einfaldlega neyðst til að kaupa sér fasteignir í nágrannasveitarfélögunum því engar fasteignir er að hafa í borginni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að framboð af fasteignum til sölu sé í sögulegu lágmarki á höfuðborgarsvæðinu. Hjá ákveðnum fasteignasölum er fjöldi eigna á söluskrá aðeins þriðjungur þess sem áður var.

Lítið framboð og verðhækkanir hafa orðið til þess að fleiri sækja í húsnæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, til dæmis í Reykjanesbæ og Árborg en þar hefur fasteignaverð hækkað hratt að undanförnu.

„Varan í hillunum er sums staðar nánast búin,“ er haft eftir Kjartani Hallgeirssyni, formanni Félags fasteignasala. Hann sagði að uppsöfnuð eftirspurn, breytingar á markaði, sögulega hagstæð lánskjör og fleira hafi valdið því að fasteignasala hafi aukist um 60% á síðustu tólf mánuðum.

Einnig eru að hans sögn dæmi um að fólk sem ávaxtaði fé sitt í bönkum áður en heimsfaraldurinn skall á hafi fært það yfir í steinsteypu. Dæmi séu um fólk sem búi svo vel að eiga umframfé og geti ekki ávaxtað það í bönkum og kaup því húsnæði til að leigja út. Allt hefur þetta fækkað kostum á markaðnum. „Nú súpum við seyðið. Það myndaðist bil. Við þurfum að hinkra eftir næstu gusu nýbygginga sem dettur inn á næstu tólf mánuðum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd