fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Hæstiréttur neitar að stöðva gildistöku nýrra þungunarrofslaga í Texas

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 06:33

Hæstiréttur Bandaríkjanna. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný þungunarrofslög tóku gildi í Texas í gær. Samkvæmt þeim er bannað að binda enda á þungun eftir sjöttu viku meðgöngu og gildir þá einu þótt sifjaspell eða nauðgun hafi átt sér stað. Lögin eru ein þau hörðustu í landinu. Hæstiréttur hefur hafnað að taka málið fyrir og stöðva gildistöku laganna.

Lögin koma í raun og veru í veg fyrir nær öll þungunarrof en í Texas hafa 85-90% allra þungunarrofa átt sér stað eftir sex vikna meðgöngu fram að þessu að sögn New York Times.

Samkvæmt lögunum er óheimilt að binda endi á þungun ef hjartsláttur greinist hjá fóstrinu en það gerist yfirleitt á sjöttu viku meðgöngu. Lögin gera einnig refsivert að aðstoða eða hvetja til þungunarrofs eftir sex vikna meðgöngu. Þetta felur meðal annars í sé að hægt er að refsa leigubifreiðastjóra sem ekur konu til þungunarrofsmiðstöðvar. Einnig heimila lögin almennum borgurum að lögsækja sérhvern þann sem aðstoðar barnshafandi konu við að komast í þungunarrof.

Meirihluti hæstaréttar Bandaríkjanna hafnaði því að taka málið fyrir og stöðva eða fresta gildistöku laganna. Í áliti sínu segir meirihlutinn að hann hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort lögin brjóti gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og að ákvörðun hans komi ekki í veg fyrir að lögmæti laganna verði tekið til umfjöllunar hjá dómstólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp í óhugnanlega ferðatöskumálinu sem skók Nýja-Sjáland

Dómur kveðinn upp í óhugnanlega ferðatöskumálinu sem skók Nýja-Sjáland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn versti dagur lífsins að komast að því að hann taldist meðal þeirra ríkustu – „Það bara virkilega fauk í mig“

Einn versti dagur lífsins að komast að því að hann taldist meðal þeirra ríkustu – „Það bara virkilega fauk í mig“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Foreldrar tveggja 17 ára drengja þurfa að greiða milljónir eftir heimskulegt uppátæki þeirra

Foreldrar tveggja 17 ára drengja þurfa að greiða milljónir eftir heimskulegt uppátæki þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“