fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Fyrrum eiginkonan segist ennþá vera í áfalli: Varar aðrar konur við – ,,Sá sem ég kynntist er ekki til lengur“

433
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rita Johal, fyrrum eiginkona Riyad Mahrez telur að Harry Kane sé heppinn að félagaskipti hann til Manchester City hafi ekki gengið upp. Hún segir að félagsskipti Mahrez til Manchester City hafi eyðilagt hjónabandið.

Mahrez gekk til liðs við Manchester City árið 2018 en hann var keyptur fyrir 60 milljónir punda frá Leicester. Kane var á sínum tíma sterklega orðaður við Man City en gekk í raðir Bayern Munchen frá Tottenham í sumar.

Rita segir að félagaskipti Mahrez til Man City á sínum tíma hafi skemmt hjónaband þeirra og fer ítarlega út í málið í samtali við enska miðla.

Mahrez yfirgaf Man City sjálfur í sumar og skrifaði undir hjá Al Ahli í Sádi Arabíu og verður samningsbundinn þar næstu þrjú árin.

„Ég get ekki tjáð mig um líf annarra en félagsskiptin þangað breyttu eiginmanni mínum. Eiginkona Harry Kane er ótrúlega heppin að þetta hafi ekki gengið upp. Fólk ætti að hafa varann á,“ sagði Rita.

„Sá Riyad sem ég kynntist er ekki til lengur. Frægðin steig honum til höfuðs, hann breyttist þegar hann fór til Manchester City. Hann djammar og hagar sér öðruvísi.“

„Hann yfirgaf mig skyndilega og kenndi pressunni um að spila fyrir Manchester City um það. Ég er enn í áfalli og mjög sár yfir því sem hann gerði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Í gær

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool