fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Biden heitir hefndum eftir blóðbaðið við flugvöllinn í Kabúl í gær

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. ágúst 2021 05:59

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ávarpaði bandarísku þjóðina í gær vegna árásar liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið við flugvöllinn í Kabúl í gær. 13 bandarískir hermenn létust og 15 særðust. Að minnsta kosti 90 Afganar létust. Þetta er mesta mannfall Bandaríkjahers á einum degi í Afganistan í tíu ár. Biden sagði þjóð sinni að árásanna verði hefnt.

Hann sagðist vera að íhuga að loftárásir verði gerðar á liðsmenn Íslamska ríkisins. „Til þeirra sem stóðu á bak við þessa árás og til allra þeirra sem vilja Bandaríkjunum illt: Við fyrirgefum ekki, við gleymum ekki. Við munum elta ykkur og láta ykkur gjalda fyrir þetta,“ sagði Biden.

Talið er að tveir sjálfsvígssprengjumenn hafi gert árásirnar í gær en einn af hópunum innan Íslamska ríkisins hefur lýst ábyrgð á árásunum á hendur sér. Biden sagði að hópurinn, Islamic State Khorasan, hafi skipulagt fjölda „flókinna“ árása á Bandaríkjamenn í Afganistan. „Ég hef fyrirskipað yfirmönnum hersins að gera áætlanir um árásir á Islamic State Khorasan,“ sagði Biden. „Við munum svara með miklu afli og nákvæmni þegar við teljum rétta tímann til þess á stað sem við veljum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks