fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Pressan

Söguleg tíðindi – Rigning á toppi Grænlandsjökuls í fyrsta sinn síðan mælingar hófust

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. ágúst 2021 11:30

Hluti Grænlandsjökuls. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá 1987 hefur danska veðurstofan DMI verið með veðurstöð, sem heitir Summit, á toppi Grænlandsjökuls, í um 3.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar er að vonum mjög kalt og það snjóar oft, eða þannig var það allt þar til fyrr í mánuðinum. Þá rigndi nefnilega við veðurstöðina og var það í fyrsta sinn sem það gerðist síðan hún var sett upp fyrir 34 árum.

Alþjóðlegir vísindamenn, sem voru á staðnum, urðu vitni að þessu og loftslagssérfræðingar DMI hafa staðfest mælinguna. Í færslu frá DMI á Twitter kemur fram að vænta megi þess að það muni rigna oftar á toppi jökulsins í framtíðinni vegna áhrifa loftslagsbreytinganna.

Martin Stendel, sérfræðingur hjá DMI, skrifaði einnig á Twitter um rigninguna og sagði að fyrir liggi upplýsingar um bráðnun á toppi jökulsins en þær fengust með því að rannsaka ískjarnasýni sem voru tekin úr jöklinum. „Já, rigning hefur í fyrsta sinn verið staðfest á Summit síðan veðurathuganir hófust 1987,“ skrifaði hann og bætti við að mjög sjaldgæft væri að bráðnun eigi sér stað á toppi jökulsins. En þar sem bráðið vatn frýs aftur sé hægt að sjá ummerki um það í ískjörnum og á síðustu 2.000 árum hafi það aðeins gerst 2021, 2019, 2012, 1889, 1094, 992, 758, 753 og 244 að bráðnun hafi átt sér stað á toppi jökulsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vann tvo 140 milljóna lottóvinninga á 10 vikum

Vann tvo 140 milljóna lottóvinninga á 10 vikum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður maður hamingjusamari við að gera sér upp bros?

Verður maður hamingjusamari við að gera sér upp bros?
Pressan
Fyrir 4 dögum

NASA birtir myndir af spegilsléttum hraunpolli á yfirborði Io – Myndband

NASA birtir myndir af spegilsléttum hraunpolli á yfirborði Io – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu