fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Meirihluti landsmanna vill auka fjárveitingar til Landspítalans

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landspítalinn og rekstrarvandi hans hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og miðað við niðurstöður nýrrar könnunar er ljóst að vilji meirihluta þjóðarinnar er að meira fé verði veitt til rekstursins.

Samkvæmt könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið þá vilja 57% þeirra sem taka afstöðu að miklu meira fé verði veitt til reksturs spítalans. 28% vilja að aðeins meira fé verði veitt til hans og 13% vilja halda fjárframlögunum óbreyttum.

2% vilja veita aðeins minna fé eða miklu minna fé til hans. Almennt séð eru konur hlynntari auknum fjárveitingum en 64% þeirra vilja veita miklu meira fé í reksturinn en hjá körlum er hlutfallið 50%.

Nær enginn munur er á afstöðu fólks sem býr á landsbyggðinni og þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem eru með mánaðarlaun upp á 800.000 krónur eða meira eru líklegri til að vilja halda fjárveitingunum óbreyttum en um 25% þeirra vilja að þær haldist óbreyttar eða lækki.

Menntun hefur lítil áhrif á afstöðu fólks en það gera stjórnmálaskoðanir hins vegar. Hjá stuðningsmönnum allra flokka vill meirihlutinn að meira fé verði veitt til spítalans. Hjá Sjálfstæðisflokknum vilja 42% stuðningsmanna að spítalinn fá óbreytt fjárframlög, 6% vilja að þau lækki, 20% vilja að spítalinn fái miklu meira fé og 32% að hann fái aðeins meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“