fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Handtekinn vegna morðsins á Helenu sem var myrt fyrir 29 árum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 06:02

Helena Andersson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. júní 1992 hvarf Helena Andersson, 22 ára, þegar hún var á leið heim úr vinnu á Stadshotellet í Mariestad í Svíþjóð. Skömmu síðar fundust skór hennar á akri. Tveir af hringum hennar fundust við veginn sem hún hefði átt að ganga meðfram á leið heim. Lögreglan hefur frá upphafi rannsakað málið sem morð þrátt fyrir að lík hennar hafi aldrei fundist.

Síðasta haust tók sérstök deild lögreglunnar í Gautaborg við rannsókn málsins en sú deild einbeitir sér að gömlum óupplýstum sakamálum. Aftonbladet segir að í gær hafi karlmaður á sjötugsaldri verið handtekinn grunaður um að hafa myrt Helenu. Haft er eftir Jenny Karlsson, saksóknara, að nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu og hafi þær orðið til þess að maðurinn var handtekinn.

Maðurinn bjó í Mariestad þegar Helena hvarf. Rannsókn lögreglunnar hefur ekki varpað ljósi á hvort þau þekktust en lögreglan telur að maðurinn hafi verið einn að verki þegar hann myrti Helenu. Nafn hans hafði áður komið upp við rannsókn málsins en þá var hann ekki grunaður um morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér