fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Fréttir

Bjóða flugmönnum og flugliðum hjá Play að lækka starfshlutfall

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjarfundi sem stjórnendur Play héldu með starfsmönnum félagsins á miðvikudaginn var flugmönnum og flugliðum boðið að taka á sig allt að 50% lækkun á starfshlutfalli gegn því að verða fastráðnir í vetur.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Segist blaðið hafa heimildir fyrir að þungt hljóð sé í flugmönnum vegna þessa. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að hugmyndin að þessu hafi ekki komið frá stjórnendum félagsins. „Ég var nú reyndar ekki á fundinum sjálfur en það er mikilvægt að árétta að þessi hugmynd kemur ekki frá stjórninni heldur vaknar hún hjá hópnum,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að ekki væri verið að neyða starfsmenn til að lækka starfshlutfall sitt en með boðinu sé verið að reyna að tryggja að hægt verði að fastráða fleiri starfsmenn í vetur og forða því að fólk verði atvinnulaust. „Í stað þess að þeir sem eru bara með ráðningarsamning út sumarið myndu detta út í haust og koma svo kannski aftur inn í vor var sú hugmynd lögð fram að þeir starfsmenn sem gætu og vildu, tækju á sig lækkun á starfshlutfalli,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að það væri víðs fjarri því að félagið væri að draga úr umsvifum sínum því það stefni á Bandaríkjamarkað eftir áramót og muni þá þurfa allan tiltækan mannskap til að mæta aukinni eftirspurn. „Allt sem við erum að gera núna er bara upphitun fyrir næsta vor og erum við að þjálfa áhöfnina fyrir Bandaríkin. Fólk vissi það alveg þegar það byrjaði hjá okkur í sumar að við þurfum að vera fleiri á næstu mánuðum en flugáætlunin gerir ráð fyrir eins og hún er núna,“ sagði hann.

52 flugliðar eru í fullu starfi hjá Play, af þeim eru 16 fastráðnir. 26 flugmenn eru hjá félaginu og eru þeir allir fastráðnir í fullu starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug