fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Breiðablik fær ekki að spila á heimavelli og Óskar skýtur á bæinn – ,,Sorglegt að Kópavogsbær geti ekki staðið þannig að málum að hægt sé að spila svona leiki í bæjarfélaginu“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 11:00

Frá Laugardalsvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik þarf að spila heimaleik sinn á Laugardalsvelli gegn Aberdeen í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið getur ekki leikið á Kópavogsvelli þar sem hann uppfyllir ekki kröfur UEFA. Aberdeen hafnaði beiðni Blika um undanþágu. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, staðfesti þetta við Fótbolta.net í dag.

„Það er sorglegt að Kópavogsbær geti ekki staðið þannig að málum að hægt sé að spila svona leiki í bæjarfélaginu heldur þurfi að fara í annað sveitarfélag með leikinn. Það er auðvitað mjög sorglegt,“ sagði Óskar.

„Kópavogsvöllur er category 2 völlur út af flóðljósum og einhverri aðstöðu. Völlurinn þarf að vera category 3 völlur þegar komið er á þetta stig keppninnar.“

Óskar telur að það að spila á grasvelli fremur en gervisgrasi muni ekki breyta leiknum sjálfum. Kópavogsvöllur er auðvitað gervigrasvöllur. Hann segir þó að það gæti breytt andrúmsloftinu á vellinum.

„Það skiptir engu máli held ég. Við höfum spilað á grasvöllum áður og höfum spilað vel þar. Ég hef ekki skoðað Laugardalsvöll en geri ráð fyrir að hann sé góður, vel hirtur og góður völlur.“

„Það breytir hins vegar andrúmsloftinu á vellinum. Þú vilt spila heimaleiki á heimavellinum þínum. Það er hætt við því að þeir örfáu áhorfendur sem fá að mæta á völlinn týnist á jafnstórum velli og Laugardalsvöllur er. Ég geri ráð fyrir því að það verði erfiðara fyrir okkar stuðningsmenn að ná upp rífandi stemningu.“

Fyrri leikur Blika og Aberdeen fer fram á Laugardalsvelli á fimmtudag. Sá síðari verður í Skotlandi viku síðar.

Liðið sem fer áfram úr þessari umferð fer í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kominn með nóg af sömu spurningunum – ,,Mér er drullusama“

Kominn með nóg af sömu spurningunum – ,,Mér er drullusama“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park