Sephora birti myndirnar á Instagram-síðu sinni í gær en hún er með um 259 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Þegar Instagram-síða hennar er skoðuð má sjá að hún nýtur þess að njóta lífsins á Ibiza en einnig í Miami í Bandaríkjunum.
Bikiníið sem um ræðir er frá fataframleiðandanum Fashion Nova en það kostar 12 pund á vefsíðu þeirra, um 2000 íslenskar krónur. Samfélagsmiðlastjóri Fashion Nova var greinilega hrifinn af myndunum sem Sephora birti því myndirnar voru endurbirtar á Instagram-síðu Fashion Nova. Töluverður fjöldi fólks fylgir þeirri síðu, um 20,3 milljónir.
Í athugasemdunum við myndirnar af Sephoru má sjá fólk sem dáist að henni. „Þessi KONA,“ segir til að mynda í einni athugasemdinni.
Þá var rætt um stærð sundfatanna en margir sögðu þau vera ansi smá. „Skilur ekkert eftir fyrir ímyndunaraflið,“ segir til dæmis í einni athugasemd. „Hún gæti alveg eins verið nakin,“ segir í annarri athugasemd. „Sundfötin eru nokkuð tilgangslaus á þessum tímapunkti,“ segir svo í enn annarri.
View this post on Instagram