fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Amnesty segir að tjáningarfrelsi verði brátt úr sögunni í Hong Kong

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 31. júlí 2021 21:00

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var 24 ára karlmaður fundinn sekur um hryðjuverk og hvatningu til sjálfstæðis Hong Kong en dómurinn byggist á nýlegum öryggislögum sem kínversk stjórnvöld innleiddu í borgríkinu. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að dómurinn sé væntanlega upphafið að endalokum tjáningarfrelsis í borgríkinu sem er hluti af Kína en á að njóta ákveðinnar sérstöðu í ýmsum málaflokkum.

Það var Tong Yingkit sem var fundinn sekur um hryðjuverk og hvatningu til sjálfstæðis Hong Kong frá Kína. „Dómurinn yfir Tong Yingkit markar mikilvæg og ískyggileg tímamót varðandi mannréttindi í Hong Kong. Dómurinn staðfestir þá alvarlegu staðreynd að nú er opinberlega bannað að láta ákveðnar pólitískar skoðanir í ljós,“ sagði Yamini Mishra, svæðisstjóri Amnesty í Asíu, eftir dómsuppkvaðninguna.

Tong var ákærður fyrir að hafa ekið mótorhjóli á þrjá lögreglumenn og að hafa samtímis veifað fána sem á stóð: „Frelsum Hong Kong. Uppreisn samtímans.“ Þetta átti sér stað 1. júlí á síðasta ári, degi eftir að öryggislögin tóku gildi.

Refsing hans hefur ekki enn verið ákveðin hann í versta falli á hann ævilangt fangelsi yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Í gær

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Þýskalandi þegar ökumaður og tvö börn brunnu inni í Teslu

Harmleikur í Þýskalandi þegar ökumaður og tvö börn brunnu inni í Teslu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands