fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Arsenal hefur ekki gefist upp á Ödegaard – Horfa einnig til stjörnu Leicester

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 17:00

Martin Ödegaard. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal hefur ekki gefið upp vonina á því að fá Norðmanninn Martin Ödegaard frá Real Madrid í sumar. Þá horfir félagið einnig til James Maddison, leikmanns Leicester City. Football.london fjallar um þetta.

Hinn 22 ára gamli Ödegaard var á láni hjá Arsenal seinni hluta síðustu leiktíðar og stóð sig vel.

Talið er að Norðmaðurinn vilji sanna sig hjá Real á næstu leiktíð. Að sama skapi útilokar hann ekki að snúa aftur á Emirates-leikvanginn.

Arsenal horfir einnig til hins 24 ára gamla Maddison. Hann myndi þó kosta félagið um 60 milljónir punda.

Það er ólíklegt að Arsenal hafi burði til þess að reiða fram slíka fjárhæð fyrir leikmanninn áður en þeir selja sjálfir leikmenn.

Sama hvernig gengur hjá Skyttunum að sækja þessa leikmenn þá er nokkuð ljóst að liðið er í leit að sóknarsinnuðum miðjumanni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum
433Sport
Í gær

Hugsanlega mikið áfall fyrir Liverpool

Hugsanlega mikið áfall fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Staðfesta ráðningu á Túfa í Svíþjóð

Staðfesta ráðningu á Túfa í Svíþjóð