fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Pink blandar sér í buxnamál norsku strandhandboltakvennanna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 06:18

Norsku konurnar í umræddum buxum. Skjáskot/NBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópska handknattleikssambandið, EHF, sektaði nýlega norska kvennalandsliðið í strandhandbolta um 1.500 evrur fyrir að hafa brotið gegn reglum um klæðnað í leik en norsku konurnar klæddust „of síðum“ buxum í leik á EM. Nú hefur bandaríska söngkonan Pink blandað sér í málið og lýst yfir stuðningi við norska liðið og lofað að greiða sektina.

„Konur eiga að vera í bikiní. Toppurinn á að vera íþróttabrjóstahaldari, sem fellur þétt að líkamanum. Buxurnar mega ekki vera síðari en 10 sm á hliðunum.“ Þetta eru reglurnar um klæðnað kvenna í strandhandbolta og eru norsku konurnar ósáttar við þessar reglur. Þær ákváðu því að senda ákveðin skilaboð til umheimsins og klæddust síðari buxum en heimilt er þegar þær kepptu nýlega.

Það fór illa í EHF sem sektaði liðið um 1.500 evrur.

Málið hefur greinilega ekki farið fram hjá bandarísku söngkonunni Pink sem hefur nú blandað sér í það og lýst sig reiðubúna til að greiða sektina. „Ég er mjög stolt af norska strandhandboltaliðinu sem mótmælir reglum sem mismuna kynjunum hvað varðar keppnisfatnað. Það ætti að sekta Evrópska handknattleikssambandið fyrir kynjamismunun. Vel gert stelpur. Ég er reiðubúin til að greiða sektina ykka,“ skrifaði Ping á Twitter en þar er hún með rúmlega 30 milljónir fylgjenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“