fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Bandaríkin kaupa 200 milljónir skammta af bóluefni Pfizer til viðbótar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 23:30

mynd/pfizer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjastjórn tilkynnti á föstudaginn að samið hefði verið um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni til viðbótar fyrri kaupum. Skammtana á að nota til að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefninu og til að bólusetja börn.

Helmingur af skömmtunum er til afhendingar fyrir árslok og hinn helmingurinn fyrir apríl á næsta ári. Þetta þýðir að Bandaríkjastjórn hefur keypt 500 milljónir skammta af bóluefni fyrirtækjanna. Á síðasta ári tryggði stjórnin sér kauprétt að 600 milljónum skammta. Um 333 milljónir búa í Bandaríkjunum.

Bandaríkjastjórn hefur að auki pantað 500 milljónir skammta af bóluefnum til að gefa öðrum löndum. Þar er um að ræða bóluefni frá Pfizer/BioNTechJohnson & Johnson og AstraZeneca. Í síðustu viku voru 22 milljónir skammta send til annara landa að sögn Jen Psaki, talskonu Joe Biden, forseta.

Fyrr í mánuðinum hvatti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lönd heims til að panta ekki bóluefni til að gefa þriðja skammtinn á meðan mörg lönd glíma við skort á bóluefnum.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, segir að mikill ójöfnuður ríki hvað varðar skiptingu bóluefna á milli ríkja heims. Hann sagði að sum lönd hafi pantað milljónir skammta af bóluefnum, til að gefa fólki aukaskammt, á meðan önnur lönd hafi ekki fengið nægilega mikið af bóluefnum til að geta bólusett heilbrigðisstarfsfólk og fólk í viðkvæmum hópum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri