fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Sigríður gagnrýnir fjölmiðla í kjölfar fréttaflutnings um Gylfa – „Sak­laus þar til sekt er sönnuð“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 23. júlí 2021 14:00

Sigríður kemur ekki fram undir fullu nafni í pistlinum - Myndin er samsett - Mynd af Gylfa: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hver er til­gang­ur­inn með fyr­ir­sögn fjöl­miðla eins og: „…grunaður um að hafa brotið gegn barni“ þegar um ung­ling er að ræða?“

Að þessu er spurt í innsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag, í lesendadálkinum Velvakandi. Pistillinn er merktur Sigríði en ekki sögð frekari deili á höfundi.

Ljóst er að Sigríður er þó að skrifa um fréttaflutning í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar, landsliðsmanns og leikmanns Everton í ensku úrvalsdeildinni. Greint var frá því á dögunum að Gylfi hafi verið handtekinn vegna gruns um meint brot gegn barni en málið hefur vakið gífurlega athygli, bæði hér á landi og á meginlandinu.

Sigríður er ekki ánægð með að rætt sé um börn á þennan veg. „Þegar rætt er um börn í þessu sam­hengi verður manni illa brugðið. Barn fyr­ir mér í þessu sam­hengi er ekki 16 ára ung­ling­ur, þó svo að sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um sé ung­ling­ur­inn barn til 18 ára ald­urs,“ segir hún í pistlinum.

„Sam­kvæmt al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um er það lög­brot að hafa sam­ræði eða önn­ur kyn­ferðismök við barn sem er yngra en 15 ára. Hvers vegna er viðmiðið í hegn­ing­ar­lög­un­um 15 ár? Mögu­lega er það vegna þess að vitað er að börn á aldr­in­um 15-17 ára eru mörg hver vel virk kyn­ferðis­lega.“

Sjá má á skrifum Sigríðar að hún er óánægð með fjölmiðla og þeirra aðkomu að málinu. „Dregn­ar eru upp svört­ustu mynd­ir af máli til að hneyksla og til að fá sem flest „klikk“ á fyr­ir­sögn,“ segir hún. „Nokk­urra ára gam­alt mál er af ein­hverj­um und­ar­leg­um hvöt­um dregið upp og menn tekn­ir af lífi nán­ast í beinni fyr­ir til­stuðlan slúðurs ásam­fé­lags­miðlum.“

Að lokum grípur Sigríður í tvær setningar sem vinsælar eru þegar tekið er til varna fyrir meinta gerendur. „Aðgát skal höfð og gæta þarf sann­mæl­is í notk­un orða. Sak­laus þar til sekt er sönnuð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mjög óvænt skref – Var sagður nálægt Barcelona en gerði tíu ára samning við uppeldisfélagið

Mjög óvænt skref – Var sagður nálægt Barcelona en gerði tíu ára samning við uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum