fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

ÁTVR sakar Sante SAS og Arnar Sigurðsson um skattsvik

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 09:00

Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, hefur kært frönsku netverslunina Sante SAS, systurfyrirtæki hennar, Santewines ehf. og eiganda þeirra beggja, Arnar Sigurðsson, til lögreglunnar. Fullyrðir ÁTVR að franska fyrirtækið innheimti 11% virðisaukaskatt af seldum vörum án þess að fyrirtækið sé með virðisaukaskattsnúmer.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið er með kæruna undir höndum og segir að hún sé undirrituð af Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR.

Fram kemur að í kærunni segi að umsvif franska fyrirtækisins bendi til að undanskot þess á virðisaukaskatti nemi „verulegum fjárhæðum“. Kæran er dagsett í lok júní. Þennan sama dag sendi ÁTVR kæru til ríkisskattstjóra og fer fram á að leyfi Santewines ehf. til innflutnings á áfengi verði ekki endurnýjað en það rennur út í desember. Einnig kemur fram í kærunni að viðskipti Santewines SAS og Sante ehf. séu augljós málamyndagjörningur. Vínið sé flutt til landsins af Sante ehf. sem selji það síðan til Santewines SAS sem selji það síðan í netverslun sinni. Vínið sé því ekki flutt á milli landa og sé geymt á sama lagernum allan tímann.

Einnig er farið fram á að starfsemi fyrirtækjanna verði rannsökuð sem og Arnar Sigurðsson og að hann verði látinn sæta refsingu og dæmdur til fangelsisvistar fyrir meint brot.

Morgunblaðið segir einnig að samkvæmt kæruskjölunum ætli ÁTVR einnig að reyna að stöðva áfengissölu Brugghússins Steðja ehf. og Bjórlands ehf. en bæði fyrirtækin hafa boðið áfengi í smásölu og til afhendingar án milligöngu ÁTVR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB