fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Æðsti herforingi Bandaríkjanna óttaðist að Trump ætlaði að ræna völdum eftir kosningarnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 06:59

Mark Milley. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu áður en stuðningsfólk Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, réðst á þinghúsið í Washington D.C. þann 6. janúar síðastliðinn viðraði Mark Milley, hershöfðingi og formaður herráðsins, áhyggjur sínar af því að Bandaríkin stæðu frammi fyrir „Reichstag stund“ því Trump væri að predika „fagnaðarerindi Foringjans“ og átti þar við Adolf Hitler. Með „Reichstag stund“ átti hann við árás stuðningsmanna Hitlers á þýska þingið 1933 þegar þeir styrktu tök sín á Þýskalandi.

Þetta kemur fram i nýrri bók, „I Alone Can Fix This“ eftir Carol Leonnig og Philip Rucker. The Guardian skýrir frá þessu. Bókin kemur út í næstu viku en Washington Post, þar sem höfundarnir starfa, birti útdrátt úr henni á þriðjudaginn og New York Times gerði það í gær.

Þessi líking Milley á boðskap Trump við það sem gerðist á dögum Þriðja ríkisins í Þýskalandi kemur í kjölfar fullyrðinga um að Trump hafi sagt við John Kelly, starfsmannastjóra sinn, að „Hitler hafi gert marga góða hluti“. Trump neitar að hafa sagt þetta.

Í bók Leonnig og Rucker kemur fram að Milley hafi rætt við „gamlan vin“ sem varaði hann við að Trump og bandamenn hans væru að reyna „að steypa stjórninni“ í kjölfar sigurs Joe Biden í forsetakosningunum sem Trump hefur síðan haldið fram að hafi verið vegna kosningasvika. Hann hefur þó ekki getað fært fram nein rök eða sannanir fyrir þessum fullyrðingum sínum sem bandarískir dómstólar hafa hafnað og vísað á bug.

Við þessi tíðindi er Milley sagður hafa sagt: „Þeir geta reynt það, en þeim mun ekki takast það, andskotinn hafi það. Það er ekki hægt að gera þetta án hersins. Þú getur ekki gert þetta án CIA og FBI. Við erum með byssurnar.“

Milley er sagður hafa kallað stuðningsfólk Trump „Brownshirts“ en þar er vísað til herskárra stuðningsmanna Hitlers á fjórða áratugnum. Milley er sagður hafa talið að „Trump væri að kynda undir ólgu, hugsanlega í þeirri von að geta virkjað uppreisnarákvæðið og kallað herinn til aðstoðar“ löngu áður en ráðist var á þinghúsið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“