fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

15 merki um að samband þitt sé meðvirkt – „Leyfðu þér að hætta að reyna stöðugt að geðjast öðrum“

Fókus
Sunnudaginn 18. júlí 2021 15:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Getur verið að þú sért í meðvirku sambandi? Samkvæmt grein The Metro sem byggja á samtali við sérfræðinginn Heather Garbutt, þá eru eftirfarandi merki vísbendingar um það að samband sé meðvirkt og eins og við vitum í dag er meðvirkni sjaldnast af hinu góða.

  1. Þú ert með þráhyggju fyrir því að halda maka þínum góðum og hefur stöðugar áhyggjur af því að vera að trufla hann eða fæla frá þér
  2. Þér finnst gott þegar þú færð tækifæri til að fórna eigin þörfum fyrir þarfir maka þíns
  3. Þú hefur fá eða engin áhugamál fyrir utan sambandið
  4. Þínar þarfir eru aldrei settar í forgang
  5. Þú getur ekki ímyndað þér líf án þess að vera í sambandinu
  6. Þú hefur þörf fyrir að þín sé þarfnast
  7. Þú átt erfitt með að finna gleðina þegar makinn er ekki með þér
  8. Þú myndir gera hvað sem er til að geðjast makanum
  9. Þú átt erfitt með að þekkja eigin tilfinningar og þarfir
  10. Þér finnst ómögulegt að taka ákvarðanir um sambandið þitt og vilt frekar að makinn geri það.
  11. Þú ert haldin ofsahræðslu um að vera yfirgefinn
  12. Þér finnst þú bera ábyrgð á tilfinningum maka þíns og finnst það vera þér að kenna ef hann er óhamingjusamur
  13. Sjálfstraust þitt byggir á því sem makanum finnst eða segir um þig
  14. Þú hefur engin mörk
  15. Þú ert ekki viss um það hver þú ert án makans

Samkvæmt grein Metro er einstaklingar í meðvirkum samböndum farnir að treysta um of eða alfarið á maka sinn. Lífið er jafnvel farið að snúast um makann og fólk farið að trúa því að ást sé best tjáð í gegnum sjálfsfórn.

Í einhverjum tilvikum er ekki hægt að bjarga meðvirku sambandi og líklega best að slíta því. En stundum er hægt að vinna sig út úr meðvirkninni og gera sambandið heilbrigt.

„Fyrsta verkið er að setja opin og hreinskilin samskipti í forgang svo þér finnist þú hafa rými til að tjá þarfir þínar og langanir sem og að greina maka þínum frá því ef hátterni þeirra er að særa þig.

Þú ættir að líta til baka á fyrri sambönd og sjá hvort þú sjáir þar vísbendingar um meðvirkni. Ertu stöðugt að velja að eyða tíma þínum með einstaklingum sem taka allt plássið í sambandinu? Finnst þér eins og þú þurfir stöðugt að skaða sjálft þig til að sanna ást þína?

Það er góð hugmynd að leita til sálfræðings – hvort sem það er sem einstaklingur eða sem par – til að komast að rótum meðvirkninnar og finna út hvers vegna þú ert gjarnt á tiltekna hegðun í samböndum.

Gefðu þér pláss til að ræða málin og leyfðu þér að hætta að reyna stöðugt að geðjast öðrum. Þú mátt vera ósammála makanum þínum, þú mátt komast í uppnám og þú mátt kvarta.

Gættu þess að eyrnamerkja tíma og pláss fyrir sjálft þig. Skipulegðu hittinga með vinum og fjölskyldu og ekki taka makann með. Finndu þér áhugamál sem þú átt fyrir þig. Reyndu að gera það sem þú hafðir áður ánægju af, minntu sjálft þig á það að þú þarft ekki að eyða hverri vökustund með makanum þínum til að vera hamingjusamt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Í gær

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“
Fókus
Í gær

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“