fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Pressan

Dönsk kona fékk blóðtappa eftir bólusetningu með bóluefni frá Janssen

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 17:30

Bóluefni Johnson & Johnson er selt undir merkjum Janssen í Evrópu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá því í gær að ung kona hefði, að því er talið er, fengið sjaldgæfa tegund blóðtappa, eftir bólusetningu með bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Þetta er fyrsta skráða tilfellið í Danmörku.

Danska ríkisútvarpið (DR) skýrir frá þessu. Bóluefnin frá Janssen og AstraZeneca eru ekki notuð í hinni opinberu bólusetningaáætlun í Danmörku en hins vegar getur fólk fengið bólusetningu með þeim ef það kýs það sjálft. Það þarf að sækja sérstaklega um það og ræða við lækni sem gefur síðan heimild til bólusetningar eða hafnar henni.

Konan hafði nýtt sér þetta og verið bólusett með bóluefninu frá Janssen. DR segir að konan hafi fengið blóðtappa, blæðingar og lítið magn blóðflaga en þetta er þekkt sem Vitt-heilkennið.

Danska lyfjastofnunin telur að líklega hafi bóluefnið valdið þessu og hér sé því um Vitt-heilkennið að ræða.

Þetta er fyrsta tilfellið af Vitt í Danmörku eftir bólusetningu með bóluefninu frá Janssen.

Peter Geisling, læknir og sérfræðingur DR í heilbrigðismálum, sagði að um 29 ára konu væri að ræða. Hann sagði að ekki þurfi að undrast að þetta hafi gerst því niðurstöður dansk/norskrar rannsóknar sýni að reikna megi með að 1 af hverjum 40.000, sem er bólusettur með bóluefni frá Janssen eða AstraZeneca, fái Vitt. Búið er að bólusetja um 46.000 Dani með bóluefninu frá Janssen.

Þrjú tilfelli Vitt hafa komið upp í Danmörku eftir bólusetningu með AstraZeneca. Tveir létust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík