Þrátt fyrir að hafa tapað úrslitaleik Evrópumótsins í gær þá var Jack Grealish tilbúinn í að gefa sér tíma í að spjalla við ungan stuðningsmann uppi í stúku eftir leik.
Eins og flestir vita þá mættust England og Ítalía í úrslitaleik EM í gærkvöldi. Luke Shaw kom þeim ensku yfir strax á 2. mínútu en Leonardo Bonucci jafnaði leikinn um miðjan seinni hálfleik.
Ekki var hægt að skera úr um sigurvegara í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Ítalía vann svo í vítaspyrnukeppni.
Eftir leik rakst Grealish á drenginn unga í stúkunni. Hann gaf honum skóna sína og stillti sér upp í myndatöku með honum.
Faðir drengsins var afar þakklátur. ,,Þú er einstakur maður,“ sagði hann við Grealish.
Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
Even after a heartbreaking loss, Grealish has still got time for his fans 👏❤️
(via @super_ollyt) pic.twitter.com/rltLFAGDLy
— ESPN FC (@ESPNFC) July 12, 2021