Gary Martin, sóknarmaður Selfoss, ætlar að lita hárið á sér ljóst ef England vinnur Evrópumótið.
England og Ítalía mætast í úrslitaleiknum sem var að hefjast rétt í þessu.
,,Ef England vinnur þá lita ég hárið á mér ljóst,“ skrifaði Gary á Twitter. Talað hefur verið um að leikmenn enska landsliðsins hafi allir lofað því að lita hárið á sér ljóst, líkt og Phil Foden, ef þeir vinna mótið.
Það verður spennandi að sjá hvort að Gary standi við loforðið ef England verður Evrópumeistari.
If England win … hair is getting dyed blonde 👱 #Euro2020Final
— Gary martin (@feedthebov) July 11, 2021