Varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir var í gær kynnt til leiks hjá ítalska stórliðinu AC Milan.
Guðný kom til Milan í byrjun árs. Hún var hins vegar lánuð út til Napoli út síðustu leiktíð. Nú er hún klár í að taka stóra skrefið og spila með Milan.
,,Það er frábært að vera hér. Það er góð tilfinning að vera hér, öll sagan, þetta er frábært félag. Ég vil hjálpa liðinu að ná lengra og vonandi getum við gert eitthvað í ár,“ sagði Guðný í viðtali við heimasíðu ítalska félagsins.
Guðný segir að reynslan hjá Napoli hafi komið sér vel upp á framhaldið. ,,Ég er meira tilbúin til að spila fyrir þetta risafélag.“
Hin 21 árs gamla Guðný var hjá Sindra fram til 13 ára aldurs en kláraði yngri flokka í FH. Hún fór hins vegar í Val áður en hún tók skrefið til Ítalíu.
Guðný á að baki 10 landsleiki fyrir A-landslið Íslands, sem og leiki fyrir yngi landslið.
Viðtalið við Guðnýu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.
🎙️ Árnadóttir: "I'm ready for #ACMilan"
The Icelandic defender's first thoughts as a Rossonera🎙️ Árnadóttir: "Mi sento pronta per il Milan"
Il difensore islandese delle rossonere si presenta ai microfoni di Milan TV #SempreMilan #FollowTheRossonere pic.twitter.com/PY4Z0VJenc— AC Milan (@acmilan) July 10, 2021