fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Helgi leggur skóna á hilluna eftir tímabilið – ,,Hann er varla mennskur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 19:00

Helgi Valur Daníelsson, Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, mun leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi keppnistímabil. Hann verður fertugur í næstu viku.

Ferill hans hefur verið merkilegur að mörgu leyti. Hann hætti knattspyrnuiðkun árið 2015 en tók skóna aftur af hilluna fyrir leiktíðina 2018. Þá skrifaði hann undir hjá Fylki.

Í fyrra meiddist hann svo illa, fjórbrotnaði á fæti. Margir héldu að ferlinum væri þá endanlega lokið en allt kom fyrir ekki. Helgi kom sterkur til baka.

,,Maður hélt að þetta væri búið þegar maður sá þetta brot í fyrra. Hann er bara varla mennskur,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í nýjasta þætti Dr. Football.

Hörður Snævar Jónsson var einnig í þættinum og kvaðst bera mikla virðingu fyrir endurkomu Helga.

,,Maður ber mikla virðingu fyrir því að nenna því 39 ára ,ekkert að sanna, að koma til baka og gera það svona.“ 

Helgi á glæstan feril að baki en hann spilaði lengi erlendis með liðum eins og Peterborough í Englandi, Öster, Elfsborg og AIK í Svíþjóð, Hansa Rostock í Þýskalandi, Beleneses í Portúgal og AGF í Danmörku.

Þá lék hann 38 leiki með yngri landsliðum Íslands og 33 leiki með A-landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota