Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og unnusti hennar Rafal Orpel létu pússa sig saman á miðvikudaginn í garðinum heima hjá þeim.
Athöfnin var látlaus en til stendur að halda veislu á næsta ári. .
„7.7. er dagurinn sem við byrjuðum saman fyrir þremur árum og því réttur dagur til þess að játast hvert öðru,“ skrifar Þórhildur á Facebook þar sem hún greinir frá gleðitíðindunum. Þar segir hún að þau hafi hreinlega ekki geta beðið með að gifta sig.
Þau Þórhildur og Rafal trúlofuðu sig á aðfangadag árið 2019 og fyrr á þessu ári fæddist frumburður þeirra, Anton Örn Orpel.
Fókus óskar nýbökuðu hjónunum innilega til hamingju með hvort annað.