Kasper Schmeichel gerði lítið úr enska landsliðinu þegar hann var spurður að því hvað það myndi þýða fyrir hann að stoppa heimkomu fótboltans.
Enskir aðdáendur hafa mikið vera að nota frasann „fótboltinn er á leiðinni heim“ sem er tekið úr lagi sem búið var til fyrir Evrópumótið árið 1996.
Schmeichel var spurður að því á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleik Danmerkur og Englands, sem fer fram á morgun, hvað það myndi þýða fyrir hann að stoppa heimkomu fótboltans. Þá svaraði hann:
„Hefur fótboltinn einhvern tímann komið heim? Hafið þið einhvern tímann unnið?“
Blaðamaðurinn sem spurði svaraði þá að þeir hafi unnið árið 1966 en Schmeichel lét ekki plata sig.
„Var það ekki Heimsmeistarakeppnin?“ Hann svaraði að lokum spurningunni og sagðist aðeins hugsa um Danmörku.
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég ekkert hugsað um hvað það myndi þýða að stoppa england. Ég hugsa bara um hvað það myndi gera fyrir Danmörku.“
Kasper Schmeichel was asked what it would mean to stop football from 'coming home' … 😅 pic.twitter.com/0AAwNr8J0L
— ESPN FC (@ESPNFC) July 6, 2021