fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Nektarmynd og ákæra í Eyjum: Svona svaraði Gary fyrir sig þegar hann snéri aftur á Heimaey

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. júlí 2021 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Englendingurinn Gary Martin snéri aftur til Vestmannaeyja á fimmtudag eftir að hafa verið rekinn burt frá Vestmannaeyjum í apríl.

Gary Martin samdi við Selfoss skömmu eftir að hafa verið rekinn frá Eyjum. Gary hafði tekið nektarmynd af liðsfélaga sínum í ÍBV sem lagði fram ákæru, málið er í kerfinu en Gary snéri aftur til Eyja í gær.

Gary skoraði eitt mark í 3-2 tapi Selfoss gegn ÍBV en fagn hans hefur vakið athygli og umræði á meðal margra. Þannig virðist Gary beina fagni sínu að manni sem staddur er í stúkunni.

„Ég hringdi til Vestmannaeyja í morgun, þar héldu menn að hann væri að gera grín að holdarfari formanns knattspyrnudeildar. Er það fallegt?,“ sagði Hörður Snævar Jónsson stjórnandi markaþáttar Lengjudeildarinnar sem sýndur var á Hringbraut í gær.

Samkvæmt heimildum þáttarins andaði köldu á milli Gary Martin og Daníel Geir Mortiz, formanns deildarinnar þegar málið kom upp og Gary var gert að yfirgefa Eyjuna í snarasta.

„Það er mjög breskt, skemmtilega ruglað,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur þáttarins.

Hörður Snævar tók þá til máls. „Fitusmánun á Íslandi, við höfum lítinn húmor fyrir slíku. Við sendum rauða spjaldið á Gary Martin.“

Atvikið og brot úr leiknum má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Starf Amorim ekki í hættu

Starf Amorim ekki í hættu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær