fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Nýjasta stjarna íslenska boltans skrifaði undir á Ítalíu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 13:47

Brynjar Ingi Bjarnason með íslenska landsliðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörðurinn ungi í knattspyrnuliði KA, hefur skrifað undir samning til þriggja ára við ítalska félagið Lecce samkvæmt heimildum Akureyri.net

Á vef Akureyri.net kemur fram að KA og Lecce hafi náð samkomulagi um kaupverðið og Brynjar hafi skrifað undir.

Lecce leikur í næst efstu deild á Ítalíu en liðið hafnaði í fjórða sæti þar á síðustu leiktíð, Brynjar hefur lengið verið undir smásjá félagsins.

Brynjar sló í gegn með íslenska landsliðinu í maí þegar hann fékk tækifæri og gerði vel, hann lék þrjá landsleiki og stóð sig með miklum ágætum.

Brynjar er 21 árs gamall varnarmaður en ljóst er að það er mikil blóðtaka fyrir KA að missa hann á þessum tímapunkti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar