fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Íbúar í norðvesturríkjum Bandaríkjanna svitna og svitna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. júní 2021 07:10

Börn svala sér í gosbrunni í Portland þegar hitabylgjan gekk yfir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er spáð 41,6 stiga hita í Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum. Ef það gengur eftir verður um hitamet að ræða í borginni en þar búa 725.000 manns. Bandaríska veðurstofan sendi á laugardaginn frá sér aðvörun um óvenjulega mikinn hita í Pacific Northwest en það er svæði sem nær yfir norðvesturhluta Bandaríkjanna og suðvesturhluta Kanada.

Það eru Oregon og Washington í Bandaríkjunum sem eru á þessu svæði og British Columbia í Kanada.

„Flest bendir til að þetta verði ein öfgafyllsta og lengsta hitabylgja síðari tíma,“ segir í tilkynningu frá National Weather Service.

Reiknað er með að mörg hitamet muni falla á þessu svæði á næstu dögum. Yfirvöld í Multnomah County í Oregon, þar sem borgin Portland er, hafa varað við hugsanlegum töfum almenningssamgöngutækja vegna hita en reiknað er með rúmlega 40 stiga hita á svæðinu. Einnig gæti komið til rafmagnsleysis og heilbrigðiskerfið gæti átt erfitt með að standa undir því mikla álagi sem gæti orðið á það.

Íbúar í Portland, sem búa ekki svo vel að vera með loftkælingu heima hjá sér, eru hvattir til að leita í sérstakar miðstöðvar með loftkælingu.

Orkufyrirtæki hafa beðið fólk um að fara sparlega með rafmagn og hafa kallað aukamannskap út til að geta brugðist hratt við rafmagnsleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi