fbpx
Laugardagur 04.október 2025
Pressan

Bjóða ferðamenn velkomna til borgarinnar – Vilja þó alls ekki fá einn hóp þeirra

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. júní 2021 06:59

Frá Amsterdam. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var slakað á sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar í Hollandi. Meðal annars var slakað á kröfum um notkun andlitsgríma. Eina stóra reglan sem enn er í gildi er að fólk á að halda eins og hálfs metra fjarlægð á milli sín. Þessar tilslakanir hafa í för með sér að nú geta ferðamenn aftur farið að streyma til landsins og því fagna íbúar Amsterdam eins og flestir aðrir Hollendingar. En borgarbúar vilja þó alls ekki fá einn hóp ferðamanna til sín.

Þessi hópur samanstendur af drukknum og gröðum ferðamönnum sem koma eingöngu til að drekka, nota eiturlyf og kaupa sér kynlífsþjónustu. Borgarstjórnin hefur hrundið af stað áróðursherferð sem á að hreinsa „partýborgarstimpilinn“ af borginni. Áætlað er að verja um 100.000 evrum í herferðina.

„Við viljum ekki fara í sama horf og fyrir heimsfaraldurinn þar sem mikill mannfjöldi var í Rauða hverfinu með tilheyrandi ónæði og átökum,“ segir í fréttatilkynningu frá borgarstjórninni.

Gripið var til svipaðrar herferðar 2019 sem beindist að breskum ferðamönnum og var markmiðið að fá þá til að hætta dólgslátum og sóðaskap. Herferðin gekk undir heitinu „Enjoy and Respect“ og voru ferðamenn varaðir við allt að 140 evru sekt sem þeir gætu fengið ef þeir hegðuðu sér ekki vel. Könnun sem var gerð að herferðinni lokinni sýndi að 45% breskra ferðamanna voru meðvitaðir um hegðun sína og gættu sín vegna þess sem fram kom í henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru fljót að láta sig hverfa úr Airbnb-íbúð þegar þau komu auga á þetta

Voru fljót að láta sig hverfa úr Airbnb-íbúð þegar þau komu auga á þetta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flutti til Bandaríkjanna til að láta drauminn rætast – Endaði svo í mörgum líkpokum

Flutti til Bandaríkjanna til að láta drauminn rætast – Endaði svo í mörgum líkpokum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ung móðir grunuð um að reyna að drekkja þremur börnum sínum í almenningssundlaug

Ung móðir grunuð um að reyna að drekkja þremur börnum sínum í almenningssundlaug